Suður-Kórea í 16-liða úrslit eftir 2:2 jafntefli gegn Nígeríu

Suður-Kórear fagna því að komast í 16-liða úrslit. Þjálfarinn Huh …
Suður-Kórear fagna því að komast í 16-liða úrslit. Þjálfarinn Huh Jung-Moo getur ekki sleppt Park Chu-Young sem skoraði annað mark liðsins. Reuter

Suður-Kórea dugði 2:2 jafntefli gegn Nígeríu í lokaumferð B-riðils til að tryggja sér ásamt Argentínu sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar þegar liðin mættust á Durban leikvangnum í kvöld.

Kalu Uche kom Nígeríu í 1:0 á 12 mínútu en Lee Jung-Soo jafnaði eftir klaufagang í vörn Nígeríu á 37. mínútu.  Park Chu-Young, leikmaður Mónakó,  kom Suður-Kóreu í 2:1 á 48. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu.  Yakubu Aiyegbeni, sem leikur með Everton, jafnaði 2:2 úr vítaspyrnu á 69. mínútu en tveimur mínútum áður brenndi hann af úr galopnu tveggja metra færi.  

Spennan jókst enda dugði Nígeríu mark til að vippa sér úr 4. sæti riðilsins í 2. sætið, sem dugði til að komast í 16-liða úrslit.  Af því varð þó ekki svo það verður Suður-Kórea sem leikur við Úrúgvæ, sem vann A-riðil.  Argentína, sem vann B-riðilinn eftir 2:0 sigur á Grikkjum, leikur næst við Mexíkó, sem varð í 2. sæti A-riðils en Grikkir og Nígeríumenn sitja eftir.

Lið Nígeríu: Enyeama - Yobo, Kanu, Afolabi, Shittu, Yakubu, Uche, Ayila, Odiah, Obasi, Etuhu.
Varamenn: Taiwo, Utaka, Martins, Ideye, Odemwingie, Haruna, Ejide, Obinna, Edhiejile, Adeleye, Aiyenugba.
Í leikbanni: Kaita.

Lið Suður-Kóreu: Sung-Ryong - Yong-Hyung, Ji-Sung, Jung-Woo, Chu-Young, Young-Pyo, Jung-Soo, Sung-Yeung, Chung-Yong, Ki-Hun, Du-Ri.
Varamenn: Woon-Jae, Beom-Seok, Hyun-Gil, Nam-Il, Bok-Yung, Jung-Hwan, Seung-Yeoul, Jae-Sung, Dong-Jin, Dong-Gook, Young-Kwang, Min-Soo.

Park Chu-young fagnað af félögum sínum þegar hann kom Suður-Kóreu …
Park Chu-young fagnað af félögum sínum þegar hann kom Suður-Kóreu í 2:1 gegn Nígeríu. ROGAN WARD
Nígeríumaðurinn Yakubu Aiyegbeni hleypur með boltann eftir að hann jafnaði …
Nígeríumaðurinn Yakubu Aiyegbeni hleypur með boltann eftir að hann jafnaði 2:2 úr víti. Aðeins tveimur mínútum fyrr klúðraði hann galopnu færi. Reuter.
Nígería 2:2 Suður-Kórea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert