Úrúgvæ tryggði sér efsta sætið

Úrúgvæ vann í dag 1:0 sigur á Mexíkó í lokaumferð A-riðils í heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Luis Suárez skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks og tryggði þar með Úrúgvæ efsta sæti riðilsins en Úrúgvæ fékk 7 stig og hélt marki sínu hreinu í öllum þremur leikjunum.

Mexíkó kemst einnig áfram þrátt fyrir tapið með því að hafa betri markatölu en Suður-Afríka sem hlaut einnig 4 stig.

Úrúgvæ mætir liðinu sem verður í 2. sæti B-riðils, og Mexíkó mætir liðinu sem endar í 1. sæti B-riðils. Úrslitin í B-riðli ráðast einmitt í kvöld og byrja leikirnir þar kl. 18:30.

Lið Mexíkó: Pérez - Rodríguez, Salcido, Márquez, Osorio, Torrado, Franco, Blanco, Moreno, Giovani, Guardado.
Varamenn: Barrera, Castro, Aguilar, Ochoa, Hernández, Magallón, Torres, Bautista, Medina, Michael, Vela (meiddur).
Í leikbanni: Juárez.

Lið Úrúgvæ: Muslera, Lugano, Fucile, Victorino, Cavani, Suárez, Forlán, A.Pereira, Pérez, M.Pereira, Rios.
Varamenn: Gargano, Eguren, Castillo, Abreu, Lodeiro, González, Scotti, A.Fernández, S.Fernández, Cáceres, Silva.
Í leikbanni: Godin.

Luis Suárez fagnar ásamt Mauricio Victorino eftir að hafa komið …
Luis Suárez fagnar ásamt Mauricio Victorino eftir að hafa komið Úrúgvæ yfir í dag. Reuters
Mexíkó 0:1 Úrúgvæ opna loka
90. mín. Álvaro Fernández (Úrúgvæ) á skalla sem fer framhjá Slakur skalli eftir aukaspyrnu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert