Ástralía sigraði Serbíu, bæði lið úr leik

Ástralarnir Michael Beauchamp og Josh Kennedy veifa stuðningsmönnum sínum eftir …
Ástralarnir Michael Beauchamp og Josh Kennedy veifa stuðningsmönnum sínum eftir sigurinn í kvöld, sem dugði ekki til að koma þeim áfram. Reuters

Ástralía og Serbía mættust í lokaumferð D-riðils heimsmeistarakeppni karla í fótbolta. Fór Ástralía með sigur af hólmi, sem orsakaði að bæði liðin féllu úr leik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik var staðan 0:0. Serbar áttu nánast öll marktækifærin og voru mun betri.

Svo virtist sem seinni hálfleikur myndi spilast á sömu nótum, þó svo að Ástralir kæmu ívið ferskari til leiks.

Síðustu 20 mínúturnar voru hins vegar æsilegar, en Tim Cahill kom Áströlum yfir á 69. mínútu með glæsilegum skalla. Brett Holman bætti síðan við öðru marki fimm mínútum síðar með þrumuskoti utan af velli .

Pantelic minnkaði muninn á 84.mínútu eftir að Schwarzer hélt ekki boltanum eftir skot. Þá var riðillinn allt í einu galopinn, því að Serbum hefði nægt að jafna í 2:2 til að verða jafnir Gana að stigum með fleiri skoruð mörk. En Ganamenn voru í sama mund að tapa fyrir Þjóðverjum. Serbum varð hins vegar ekki kápan úr því klæðinu og féllu úr keppni.

Lið Ástralíu: Schwarzer - Neill, Cahill, Culina, Beauchamp, Emerton, Wilkshire, Kennedy, Valeri, Carney, Bresciano.
Varamenn: Chipperfield, Federici, Holman, Jedinak, Rukavytsya, Galekovic, García, Milligan, Vidosic, Grella (meiddur).
Í leikbanni: Kewell og Moore.

Lið Serbíu: Stojkovic - Vidic, Ivanovic, Stankovic, Lukovic, Jovanovic, Zigic, Obradovic, Krasic, Ninkovic, Kuzmanovic.
Varamenn: Rukavina, Kolarov, Kacar, Tosic, Lazovic, Pantelic, Milijas, Isailovic, Petrovic, Subotic, Mrdja, Duricic.

Ástralía 2:1 Serbía opna loka
93. mín. Leik lokið Leik lokið. Serbía og Ástralía bæði úr leik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert