Defoe skaut Englendingum áfram

Jermain Defoe kemur Englendingum í 1:0.
Jermain Defoe kemur Englendingum í 1:0. Reuters

Jermain Deofe tryggði Englendingum sæti í 16-liða úrslitunum á HM en framherjinn knái úr Tottenham skoraði eina mark leiksins í sigri Englendinga gegn Slóvenum í lokaumferð C-riðilsins.

Englendingar urðu í öðru sæti í riðlinum á eftir Bandaríkjamönnum á lakarai markatölu og fari svo að Þjóðverjar leggi Ganamenn að velli í kvöld mætast England og Þýskaland í 16-liða úrslitunum.

Englendingar unnu verðskuldaðan sigur og sigur þeirra hefði átt að verða stærri en þeir gátu samt ekki andað léttar fyrr en lokaflautan gall. Slóvenar börðust hetjulega og veittu Englendingum svo sannarlega harða keppni.

Lið Slóveníu: Handanovic - Brecko, Suler, Cesar, Koren, Ljubijankic, Birsa, Nokakovic, Jokic, Kirm, Radosavljevic. Varamenn: Dznic, Ilic, Handanovic J., Krhin, Filekovic, Komac, Stefanovic, Matavz, Pecnik (meiddur).

Lið Englands: David James - Glen Johnson, John Terry, Matthew Upson, Ashley Cole - James Milner, Gareth Barry, Frank Lampard, Steven Gerrard - Wayne Rooney, Jermain Defoe. Varamenn: Dawson, Lennon, Crouch, J.Cole, Green, Warnock, Wright-Phillips, Heskey, Carrick. Carracher (leikbann), King (meiddur).

Wayne Rooney reynir markskot í leiknu gegn Slóvenum.
Wayne Rooney reynir markskot í leiknu gegn Slóvenum. Reuters
Slóvenía 0:1 England opna loka
90. mín. Þremur mínútum er bætt við leiktímann.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert