Donovan hetja Bandaríkjanna

Landon Donovan tryggði Bandaríkjunum 1:0 sigur á Alsír og efsta sæti C-riðils með mark í uppbótartíma á HM í fótbolta í Suður-Afríku í dag. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leikurinn var bráðfjörugur þrátt fyrir markaleysi fram á síðustu stundu en á lokamínútunum lögðu liðin allt í sölurnar til að skora og það bar árangur hjá Bandaríkjamönnum á 2. mínútu uppbótartíma.

Bandaríkin enda þar með í 1. sæti C-riðils á markatölu og England í 2. sæti, en Slóvenía í 3. sæti og Alsír í því fjórða.

Bandaríkin og England mæta liðum úr D-riðli í 16-liða úrslitum, en þar ríkir mikil spenna og ráðast úrslitin í þeim riðli í kvöld.

Lið Bandaríkjanna: Howard - Cherundolo, DeMerit, Bornstein, Bocanegra, Donovan, Edu, Bradley, Gómez, Demspey, Altidore.
Varamenn: Spector, Onyewu, Beasley, Holden, Clark, Buddle, Torres, Guzan, Goodson, Feilhaber, Hahnemann.
Í leikbanni: Findley.

Lið Alsír: Mbolhi - Bougherra, Belhadj, Yahia, Halliche, Lacen, Djebbour, Matmour, Ziani, Yebda, Kadir.
Varamenn: Gaouaoui, Mansouri, Boudebouz, Ghezzal, Saifi, Bellaid, Laifaoui, Chaouchi, Guedioura, Medjani, Mesbah, Abdoun.

Donovan komst í frábært færi á 37. mínútu, sem hér …
Donovan komst í frábært færi á 37. mínútu, sem hér er í uppsiglingu, en félagi hans Altidore „stal“ því og skaut boltanum hátt yfir. Reuters
Bandaríkin 1:0 Alsír opna loka
90. mín. DaMarcus Beasley (Bandaríkin) fær gult spjald Fyrir að taka boltann viljandi með hendi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert