Heimsmeistararnir úr leik - Slóvakar fóru áfram

Robert Vittek er hér að koma Slóvökum yfir gegn Ítölum.
Robert Vittek er hér að koma Slóvökum yfir gegn Ítölum. Reuters

Heimsmeistarar Ítala eru fallnir úr leik á HM eftir tap gegn Slóvökum, 3:2, í dramatískum leik í Jóhannesarborg. Slóvakar tryggðu sér hins vegar sæti í 16-liða úrslitunum ásamt Paragævum, sem gerðu markalaust jafntefli við Ný-Sjálendinga.

Robert Vittek kom Slóvökum í 2:0 en Antonio Di Natale gaf meisturunum von þegar hann minnkaði muninn í 2:1 10 mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Kamil Kopúnek skoraði með sinni fyrstu snertingu og kom Slóvökum í 3:1 sex mínútum síðar en Ítalir neituðu að gefast upp. Fabio Quagliarella skoraði í uppbótartíma en jöfnunarmarkið sem hefði fleytt Ítölum áfram kom ekki.

Ítalir höfnuðu þar með í neðsta sæti í riðlinum og það er í fyrsta skipti í sem það gerist hjá Ítölum í sögu HM. Síðast komust ríkjandi heimsmeistara ekki í 16-liða úrslit á HM fyrir átta árum þegar þáverandi heimsmeistarar sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í riðlakeppninni og ekki skorað mark.

Slóvakía: Mucha - Pekarik, Skrtel, Zabavnik, Strba, Vittek, Stoch, Durica, Hamsik, Jendrisek, Kucka.
Varamenn: Cech, Weiss, Kozak, Sestak, Sapara, Pernis, Holosko, Jakubko, Kopunek, Salata, Petras, Kuciak.

Ítalía: Marchetti - Criscito, Chiellini, Cannavaro, Zambrotta, De Rossi, Pepe, Gattuso, Iaquinta, Di Natale, Montolivo.
Varamenn: Buffon, Maggio, Gilardino, Bocchetti, De Sanctis, Marchisio, Camoranesi, Palombo, Quagliarella, Pazzini, Pirlo, Bonucci.

Slóvakar fagna marki Roberts Vittek.
Slóvakar fagna marki Roberts Vittek. Reuters
Slóvakía 3:2 Ítalía opna loka
90. mín. Uppótartíminn eru fjórar mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert