Paragvæ og Nýja-Sjáland gerðu í dag markalaust jafntefli í lokaumferð F-riðils heimsmeistarakeppni karla í fótbolta. Paragvæ vann þar með riðilinn og er það í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem það tekst. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Paragvæ náði í 5 stig í riðlinum og Nýja-Sjáland 3 stig, en þeir nýsjálensku stóðu sig framar væntingum með því að tapa ekki leik í mótinu. Slóvakía fylgir Paragvæ í 16-liða úrslitin en Ítalía varð í 4. og neðsta sæti riðilsins.
Paragvæ: Villar - Morel, Caniza, J. Caceres, Cardozo, Santa Cruz, Vera, Da Silva, V. Caceres, Riveros, Valdez.
Varamenn: Veron, Bonet, E. Barreto, Benítez, Santana, D. Barreto, Torres, Lucas, Ortigoza, Alcaraz, Bobadilla, Gamarra.
Nýja Sjáland: Paston - Lochhead, Reid, Vicelich, Nelsen, Elliott, Smeltz, Killen, Bertos, Fallon, Smith.
Varamenn: Sigmund, Brown, Moss, Barron, McGlinchey, Clapham, Mulligan, Boyens, Wood, Christie, Brockie, Bannatyne.