Aldrei færri Evrópuþjóðir

Heimsmeistarar Ítala voru meðal Evrópuþjóða sem ekki komust áfram.
Heimsmeistarar Ítala voru meðal Evrópuþjóða sem ekki komust áfram. Reuters

Nú er orðið ljóst hvaða 16 þjóðir leika í útsláttarkeppninni á HM karla í knattspyrnu í Suður-Afríku. Aldrei hafa færri Evrópuþjóðir verið þar á meðal en allar Suður-Ameríkuþjóðirnar komust áfram.

Evrópuþjóðirnar eru aðeins sex talsins eftir að Sviss mistókst að komast uppúr H-riðlinum í dag. Þeirra á meðal eru aðeins tvær þjóðir sem hafa orðið heimsmeistarar en það eru Þjóðverjar og Englendingar. Hinar eru Holland, Slóvakía, Spánn og Portúgal.

Suður-Ameríkuþjóðirnar fimm sem tóku þátt í mótinu, þ.e. Brasilía, Argentína, Úrúgvæ, Paragvæ og Chile, komust allar í 16-liða úrslit, þar af fjórar með því að lenda í 1. sæti síns riðils. Tvær Ameríkuþjóðir til viðbótar eru í hópnum því Mexíkó og Bandaríkin komust einnig áfram.

Aðeins ein Afríkuþjóð komst áfram, Gana, en athygli vekur að tvær Asíuþjóðir komust í 16-liða úrslitin en það eru Japan og Suður-Kórea.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka