Sextán þjóðir eiga nú mögleika á því að hampa HM styttunni þegar úrslitaleiknum lýkur í Suður-Afríku hinn 11. júlí næstkomandi. Eins og sakir standa virðast veðbankar hafa mesta trú á því að Brasilía vinni sinn sjötta titil. Minnstar líkur eru taldar á sigri Slóvaka.
Hjá William Hill veðbankanum breska er Brasilía líklegast, þ.e.a.s þeir sem veðja á sigur þeirra og hafa rétt fyrir sér fá minni ávöxtun en í tilfelli hinna þjóðanna. Veðji einhver á sigur Slóvakíu og hefur rétt fyrir sér þá margfaldast upphæðin um 125. Annars er röðin eftirfarandi hjá William Hill:
Brasilía
Spánn
Argentína
Holland
England
Þýskaland
Úrúgvæ
Portúgal
Paragvæ
Bandaríkin
Chile
Ghana
Mexíkó
Suður-Kórea
Japan
Slóvakía