Jörgensen og Grönkjær hættir

Martin Jörgensen gengur af velli í síðasta sinn með danska …
Martin Jörgensen gengur af velli í síðasta sinn með danska landsliðinu en Morten Olsen tók hann snemma útaf í gærkvöld. Reuters

Tveir af leikreyndustu landsliðsmönnum Dana, Jesper Grønkjær og Martin Jørgensen, tilkynntu í gærkvöldi eftir að Danir féllu úr keppni á HM að þeir gefi ekki oftar kost á sér í danska landsliðið.

Grønkjær kom ekkert við sögu í leiknum í gær en hann á að baki 80 landsleiki og hefur spilað með danska landsliðinu í 11 ár. Hann er fæddur í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hóf ferilinn með AaB í dönsku úrvalsdeildinni og hefur síðan spilað með Ajax, Chelsea, Birmingham, Atlético Madrid og Stuttgart, og svo með FC Köbenhavn frá 2006.

Jørgensen lék sinn 99. landsleik í gær og var skipt út af í fyrri hálfleik. Hann er 34 ára og hefur spilað með danska landsliðinu í 12 ár. Jörgensen á að baki 13 ára feril á Ítalíu þar sem hann spilaði vel á fjórða hundrað leiki í A-deildinni Udinese og Fiorentina. Hann sneri heim til Danmerkur fyrr á þessu ári og gekk til liðs við sitt gamla félag, AGF, en féll með því úr úrvalsdeildinni í vor.

Þar með er ljóst að þeir félagar mæta ekki Íslendingum í haust en Danmörk og Ísland mætast í undankeppni EM í Kaupmannahöfn 7. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert