Jörgensen og Grönkjær hættir

Martin Jörgensen gengur af velli í síðasta sinn með danska …
Martin Jörgensen gengur af velli í síðasta sinn með danska landsliðinu en Morten Olsen tók hann snemma útaf í gærkvöld. Reuters

Tveir af leikreynd­ustu landsliðsmönn­um Dana, Jesper Grønkjær og Mart­in Jør­gensen, til­kynntu í gær­kvöldi eft­ir að Dan­ir féllu úr keppni á HM að þeir gefi ekki oft­ar kost á sér í danska landsliðið.

Grønkjær kom ekk­ert við sögu í leikn­um í gær en hann á að baki 80 lands­leiki og hef­ur spilað með danska landsliðinu í 11 ár. Hann er fædd­ur í Nuuk, höfuðstað Græn­lands, hóf fer­il­inn með AaB í dönsku úr­vals­deild­inni og hef­ur síðan spilað með Ajax, Chel­sea, Bir­ming­ham, Atlético Madrid og Stutt­g­art, og svo með FC Kö­ben­havn frá 2006.

Jør­gensen lék sinn 99. lands­leik í gær og var skipt út af í fyrri hálfleik. Hann er 34 ára og hef­ur spilað með danska landsliðinu í 12 ár. Jörgensen á að baki 13 ára fer­il á Ítal­íu þar sem hann spilaði vel á fjórða hundrað leiki í A-deild­inni Udinese og Fior­ent­ina. Hann sneri heim til Dan­merk­ur fyrr á þessu ári og gekk til liðs við sitt gamla fé­lag, AGF, en féll með því úr úr­vals­deild­inni í vor.

Þar með er ljóst að þeir fé­lag­ar mæta ekki Íslend­ing­um í haust en Dan­mörk og Ísland mæt­ast í undan­keppni EM í Kaup­manna­höfn 7. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert