Spánn sigraði Chile 2:1 í lokaumferð H-riðils heimsmeistarakeppni karla í fótbolta í kvöld, en bæði lið fóru áfram í 16-liða úrslit. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
David Villa kom Spánverjum yfir um miðjan fyrri hálfleik eftir mistök markvarðar Chile. Skot Villa var af um það bil 35 metra færi frá hliðarlínunni, með vinstri. Andres Iniesta bætti við öðru marki eftir flott spil Spánverja.
Millar minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks með skoti utan teigs sem átti viðkomu í varnarmanni.
Bæði lið fara engu að síður áfram í 16 liða úrslit þar sem leik Sviss og Hondúras lyktaði með 0:0 jafntefli. Bæði lið mæta nágrönnum sínum, en Spánn mætir Portúgal og Chile Brasílíu í næstu umferð.
Lið Chile: Bravo - Poncé, Isla, Sánchez, Vidal, Valdivia, González, Estrada, Beusejour, Medel, Jara.
Varamenn: Fuentes, Contreras, Suazo, Pinto, Orellana, Fierro, Millar, Tello, Paredes, Marín.
Í leikbanni: Carmona og Fernández.
Lið Spánar: Casillas - Ramos, Puyol, Piqué, Capdevila - Alonso, Xavi, Sergio - Villa, Torres, Iniesta.
Varamenn: Albiol, Marchena, Fabregas, Valdés, Mata, Arbeloa, Pedro, Llorente, Martínez, Silva, Navas, Reina.