Spánn og Chile fóru bæði áfram

David Villa fagnar eftir að hafa komið Spánverjum yfir í …
David Villa fagnar eftir að hafa komið Spánverjum yfir í kvöld. Reuters

Spánn sigraði Chile 2:1 í lokaum­ferð H-riðils heims­meist­ara­keppni karla í fót­bolta í kvöld, en bæði lið fóru áfram í 16-liða úr­slit. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Dav­id Villa kom Spán­verj­um yfir um miðjan fyrri hálfleik eft­ir mis­tök markv­arðar Chile. Skot Villa var af um það bil 35 metra færi frá hliðarlín­unni, með vinstri. Andres Iniesta bætti við öðru marki eft­ir flott spil Spán­verja. 

Mill­ar minnkaði mun­inn strax í upp­hafi síðari hálfleiks með skoti utan teigs sem átti viðkomu í varn­ar­manni.

Bæði lið fara engu að síður áfram í 16 liða úr­slit þar sem leik Sviss og Hond­úras lyktaði með 0:0 jafn­tefli. Bæði lið mæta ná­grönn­um sín­um, en Spánn mæt­ir Portúgal og Chile Brasí­l­íu í næstu um­ferð.

Lið Chile: Bra­vo - Poncé, Isla, Sánchez, Vi­dal, Valdi­via, Gonzá­lez, Estrada, Beu­sejour, Medel, Jara.
Vara­menn: Fu­entes, Contreras, Suazo, Pinto, Or­ell­ana, Fierro, Mill­ar, Tello, Paredes, Marín.
Í leik­banni: Carmona og Fer­nández.

Lið Spán­ar: Casillas - Ramos, Puyol, Piqué, Cap­devila - Alon­so, Xavi, Sergio - Villa, Tor­res, Iniesta.
Vara­menn: Al­bi­ol, Marchena, Fabregas, Valdés, Mata, Arbeloa, Pedro, Ll­or­ente, Martín­ez, Silva, Navas, Reina.

Chile 1:2 Spánn opna loka
skorar Rodrigo Millar (47. mín.)
Mörk
skorar David Villa (24. mín.)
skorar Andrés Iniesta (37. mín.)
fær gult spjald Gary Medel (15. mín.)
fær gult spjald Alexis Sánchez (19. mín.)
fær gult spjald Marco Estrada (21. mín.)
fær rautt spjald Marco Estrada (38. mín.)
Spjöld
mín.
93 Leik lokið
Spánverjar komnir áfram í 16 liða úrslit og Chile líka.
91
Spánverjar hafa gjörsamlega svæft leikinn síðustu 10 mínúturnar...
90
Sergio Ramos með sendingu inn í teiginn en enginn hitti boltann. Skipting á leiðinni hjá Spánverjum. Þeir færast nær 16 liða úrslitum.
80
Chilemenn alls ekki hættir að sækja þrátt fyrir að vera einum færri. Virkilega skemmtilegt lið.
77 Fabian Orellana (Chile) á skalla í stöng
Annað hvort ömurlegt skot eða léleg fyrirgjöf.
76 Andrés Iniesta (Spánn) á skot framhjá
76 Esteban Paredes (Chile) á skot framhjá
75
Gott spil hjá Spánverjum upp völlinn en boltinn hafnar í höndum Bravo. Liðsmunarins gætir.
73 Javier Martínez (Spánn) kemur inn á
73 Xabi Alonso (Spánn) fer af velli
71
Sergio Ramos skeiðaði upp allan völlinn með boltann en var stiginn út af varnarmönnum Chile.
65 Alexis Sánchez (Chile) kemur inn á
65 Fabian Orellana (Chile) fer af velli
64 Spánn fær hornspyrnu
64
Pressan er á Chile sem stendur, sókn Spánverja er þung.
63
Xavi vippar boltanum inn í teig til Villa sem fellur við eftir viðskipti við varnarmann Chile. Ekkert dæmt.
61
Góð sending inn í teiginn frá Ramos inn á Villa, sem reyndi þó einhverja hælsendingu sem virkaði ekki.
60
Dómarinn hefur flautað fullmikið í kvöld, leikurinn fær ekki að fljóta nægilega vel.
55 Cesc Fabregas (Spánn) kemur inn á
55 Fernando Torres (Spánn) fer af velli
52 David Villa (Spánn) á skot sem er varið
50
Það góða við þetta mark Chilemanna eru að núna geta Spánverjar ekki lengur boðið upp á sjálfstýringu í 45 mínútur, þeir þurfa að skora til að vera öruggir.
47 MARK! Rodrigo Millar (Chile) skorar
Skaut utan teigs og boltinn fór af varnarmanni. Casillas átti ekki möguleika.
46
Xabi Alonso, sem haltraði af velli í fyrri hálfleik, er ennþá inn á.
46
Jæja, þetta er komið af stað aftur.
45 Hálfleikur
Spánverjar í þægilegri forystu einum fleiri.
45
Xabi Alonso haltrar af velli eftir harkalega tæklingu. Áhyggjuefni fyrir Spánverja..
45
Dómarinn bætir tveimur mínútum við fyrri hálfleikinn.
42
Af endursýningum af dæma virðist brottrekstur Estrada vera nokkuð harður dómur.
39
Chile-menn einum færri og um það bil klukkutími eftir af leiknum. Kannski Spánverjar nýti tækifærið og slái upp í markaveislu til að bæta upp fyrir vonbrigðin á móti Sviss.
38 Marco Estrada (Chile) fær rautt spjald
Fékk sitt annað gula spjald. Braut á Torres í aðdragana annars mark Spánverja.
37 MARK! Andrés Iniesta (Spánn) skorar
36
Færa mætti rök fyrir að Spánverjar hefðu átt að fá vítaspyrnu þarna. Varnarmaður Chile keyrði inn í Torres.
34 Jean Beausejour (Chile) á skot framhjá
Þarna mátti ekki miklu muna. Chile fór í skyndisókn eftir hornspyrnu Spánverja og skot Beausejour lak framhjá markinu.
34 Gerard Piqué (Spánn) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki að stýra boltanum að marki.
34 Spánn fær hornspyrnu
30 Chile fær hornspyrnu
28
Villa tók aukaspyrnu fyrir utan teig Chile og þrumaði boltanum langt, langt yfir mark Chile.
24 MARK! David Villa (Spánn) skorar
Markvörður Chile kom langt út til að tækla boltann frá Torres. Villa náði boltanum um miðjan vallarhelming og skaut í markið. Mjög athyglisvert mark.
23
Chile fær aukaspyrnu á hættulegum stað...
23
David Villa átti sendingu fyrir sem Bravo greip auðveldlega.
21 Marco Estrada (Chile) fær gult spjald
Fyrir harkalega tæklingu. Hvað eru Chile-mennirnir að spá? Þeir eru öruggir áfram og safna gulum spjöldum þessa stundina.
19 Alexis Sánchez (Chile) fær gult spjald
Verður í banni í næsta leik.
15 Gary Medel (Chile) fær gult spjald
14 Alexis Sánchez (Chile) á skot sem er varið
Lúmskt skot sem Casillas þurfti að slá í horn.
12 Marco Estrada (Chile) á skot sem er varið
Hörkuskot af 20 m færi en Casillas ver örugglega í markhorninu niðri.
10 Mark Gonzalez (Chile) á skot framhjá
Skaut yfir eftir flotta sókn Chilemanna og sendingu frá endamörkum hægra megin.
7
Þung pressa í vítateig Chile eftir aukaspyrnu en varnarmaður kemst fyrir skot frá Gerard Piqué.
5 Spánn fær hornspyrnu
Varnarmaður bjargaði naumlega þegar Torres var sloppinn inní vítateiginn.
4 Fernando Torres (Spánn) á skalla sem fer framhjá
eftir aukaspyrnu.
1 Leikur hafinn
0
Chile er með 6 stig, Spánn 3, Sviss 3 og Hondúras 0. Markatala getur hæglega ráðið úrslitum en Chile er með 2:0, Spánn 2:1, Sviss 1:1 og Hondúras 0:3. Spánn kemst alltaf áfram með sigri á Chile og þá gæti Sviss nægt að vinna Hondúras til að fara áfram. En hvert einasta mark í lokaumferðinni mun vega afar þungt. Hondúras á líka veika von um að fara áfram með sigri, ef Chile vinnur Spán.
0
Spánverjar eru með gífurlega öflugan leikmannahóp þar sem 20 leikmenn spila í spænsku 1. deildinni og hinir þrír í ensku úrvalsdeildinni. Það eru Pepe Reina og Fernando Torres hjá Liverpool og Cesc Fabregas hjá Arsenal. Barcelona á 8 leikmenn í liðinu, m.a. Xavi, Iniesta, Puyol og David Villa, sem er nýkominn í raðir liðsins. Real Madrid á 5 leikmenn, m.a. þann leikjahæsta, markvörðinn Iker Casillas, sem hefur spilað 106 landsleiki.
0
Evrópumeistarar Spánverja eru komnir á HM í 13. skipti af 19. Þeir hafa verið með samfleytt frá 1978 og eru því mættir á HM í níunda skiptið í röð. Þeir féllu út í 16-liða úrslitum 2006 og hafa aðeins einu sinni komist í undanúrslitin. Það var í Brasilíu 1950 þegar þeir enduðu í fjórða sæti.
0
Sex af leikmönnum Chile spila með liðum í heimalandinu. Þrettán leika með evrópskum liðum, þrír þeirra á Spáni og þrir á Ítalíu. Sá eini sem leikur í Englandi er Gonzalo Jara, leikmaður WBA. Humberto Suazo, leikmaður Zaragoza á Spáni, er markahæstur Chilebúa með 18 mörk fyrir landsliðið og Alexis Sánchez hjá Udinese á Ítalíu hefur gert 12 mörk.
0
Chile leikur í 7. skipti á HM en liðið spilaði áður 1930, 1950, 1962, 1966, 1974, 1982 og 1998. Besti árangur er 1962, þegar HM fór fram í Chile, en þá hreppti liðið bronsverðlaun. Chile komst í 16-liða úrslit 1998 en hefur annars fallið út í fyrstu umferð.
Sjá meira
Sjá allt

Chile: (M), .
Varamenn: (M), .

Spánn: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Chile 7 (4) - Spánn 6 (3)
Horn: Chile 1 - Spánn 3.

Lýsandi:
Völlur: Loftus Versfeld Stadium, Tshwane, Pretoríu

Leikur hefst
25. júní 2010 18:30

Aðstæður:
Heiðskírt að kvöldi, 13 stiga hiti, vindur 2 m/sek., rakastig 29 prósent. Völlurinn þurr.

Dómari: Marco Rodríguez, Mexíkó
Aðstoðardómarar: José Luis Camargo og Alberto Morín, Mexíkó

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert