Gana áfram eftir framlengdan leik

Gana heldur uppi heiðri Afríku á HM karla í knattspyrnu í Suður-Afríku og í kvöld tryggði liðið sér sæti í 8-liða úrslitum með 2:1 sigri á Bandaríkjunum í framlengdum leik. Í 8-liða úrslitum mætir Gana Úrúgvæ. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Kevin-Prince Boateng kom Gana yfir snemma leiks en Landon Donovan jafnaði metin úr vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Asamoah Gyan, leikmaður Rennes í Frakklandi, sem skoraði sigurmarkið með glæsilegum hætti snemma í framlengingunni.

Sigur Gana, sem er eina Afríkuþjóðin sem komst í 16-liða úrslit, var sanngjarn þó Bandaríkin hafi verið sterkari aðilinn í seinni hálfleik venjulegs leiktíma. Bandaríkjamönnum gekk illa að ógna marki Gana eftir að hafa lent undir í framlengingunni og þeir sköpuðu sér þá ekki nein dauðafæri.

Bandaríkin: Howard - Bocanegra, Bradley, Cherundolo, Dempsey, Donovan, Bornstein, Clark, Demerit, Altidore, Findley.
Varamenn: Spector, Onyewu, Beasley, Gomez, Holden, Buddle, Torres, Guzan, Edu, Goodson, Feilhaber, Hahnemann.

Gana: Kingson - Sarpei, A. Gyan, Pantsil, Mensah, Annan, Inkoom, A. Ayew, K. Asamoah, Prince-Boateng.
Varamenn: Agyei, D. Boateng, Muntari, Tagoe, Amoah, Ahorlu, I. Ayew, Adiyiah, Addy, Owusu Abeyie, Vorsah.

Kevin-Prince Boateng og félagar fagna marki kappans á 5. mínútu.
Kevin-Prince Boateng og félagar fagna marki kappans á 5. mínútu. Reuters
Donovan jafnar hér metin með marki úr vítaspyrnu.
Donovan jafnar hér metin með marki úr vítaspyrnu. Reuters
Bandaríkin 1:2 Gana opna loka
120. mín. Herculez Gomez (Bandaríkin) á skot framhjá Skot í varnarmann og framhjá.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert