Úrúgvæ fyrst liða í 8-liða úrslit

Luis Suárez kom Úrúgvæ yfir með þessu marki snemma leiks, …
Luis Suárez kom Úrúgvæ yfir með þessu marki snemma leiks, en eins og sés var markvörður Suður-Kóreu ekki nálægt því að verja. Reuters

Suður-Kórea varð í dag fyrsta liðið til að skora gegn Úrúgvæ í úrslitakeppni HM karla í knattspyrnu í Suður-Afríku. Það dugði þó ekki til því Luis Suárez skoraði tvívegis og tryggði Úrúgvæ 2:1 sigur. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Úrúgvæ fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Liðið mætir þar sigurvegaranum úr leik Bandaríkjanna og Gana sem fram fer kl. 18:30 í kvöld.

Lið Úrúgvæ: Muslera - Lugano, Godín, Fucile, Cavani, Suárez, Forlán, A.Pereira, Pérez, M.Pereira, Rios.
Varamenn: Gargano, Victoríno, Eguren, Castillo, Abreu, Lodeiro, González, Scotti, A.Fernández, S.Fernández, Cáceres, Silva.

Lið Suður-Kóreu: Sung-Ryong - Yong-Hyung, Ji-Sung, Jung-Woo, Chu-Young, Young-Pyo, Jae-Sung, Jung-Soo, Sung-Yueng, Chung-Yong, Du-Ri.
Varamenn: Woon-Jae, Beom-Seok, Hyung-Il, Nam-Il, Bok-Yung, Jung-Hwan, Seung-Yeoul, Dong-Jin, Ki-Hun, Dong-Gook, Young-Kwang, Min-Soo.

Úrúgvæ 2:1 Suður-Kórea opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma. Enn er von fyrir Suður-Kóreu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka