Argentína áfram og mætir Þýskalandi

Diego Maradona fagnar Gonzalo Higuaín eftir að hann kom Argentínu …
Diego Maradona fagnar Gonzalo Higuaín eftir að hann kom Argentínu í 2:0. Reuters

Arg­entína sigraði Mexí­kó 3:1 í 16-liða úr­slit­um heims­meist­ara­keppni karla í fót­bolta á Soccer City leik­vang­in­um í Jó­hann­es­ar­borg í kvöld og mæt­ir Þýskalandi í átta liða úr­slit­un­um á föstu­dag­inn.

Car­los Tévez skoraði tvö mark­anna og Gonzalo Higu­aín eitt. Javier Her­nández minnkaði mun­inn fyr­ir Mexí­kóa.

Lið Arg­entínu: Romero - Burd­is­so, Demichel­is, Ota­mendi, Heinze - M. Rodrígu­ez, Mascherano, Messi, di Maria - Tévez, Higu­aín.
Vara­menn: Pozo, C.Rodrígu­ez, Bolatti, Verón, Garce, Samu­el, Agüero, Jón­as, Pal­ermo, Milito, Anduj­ar, Pastore.

Lið Mexí­kó: Pér­ez - Rodrígu­ez, Salcido, Márqu­ez, Osorio, Torra­do, Her­nández, Ju­árez, Gi­ovani, Guar­da­do, Baut­i­sta.
Vara­menn: Bar­rera, Castro, Franco, Blanco, Vela, Aguil­ar, Ochoa, Mor­eno, Magallón, Tor­res, Med­ina, Michel.

Arg­entína 3:1 Mexí­kó opna loka
skorar Carlos Tévez (26. mín.)
skorar Gonzalo Higuaín (33. mín.)
skorar Carlos Tévez (52. mín.)
Mörk
skorar Javier Hernández (71. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Rafael Márquez (28. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Búið í Jóhannesarborg. Sannfærandi sigur Argentínu sem mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum.
90 Argentína fær hornspyrnu
+2
90 Lionel Messi (Argentína) á skot sem er varið
+2 Prjónaði sig á milli varnarmanna og þrumaði á markið frá vítateig. Pérez náði að slá boltann yfir þverslána.
90
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
89
Eina ferðina enn þurfa Mexíkóar að sætta sig við að falla úr keppni í 16-liða úrslitum. Þeir hafa tvisvar komist í 8-liða úrslit, í bæði skiptin á heimavelli, 1970 og 1986. Það verður engin breyting nú.
88 Mexíkó (Mexíkó) á skot framhjá
87 Javier Pastore (Argentína) kemur inn á
Þessi piltur er 21 árs og leikur aðeins sinn þriðja landsleik. Hann leikur með Palermo á Ítalíu.
87 Maxi Rodríguez (Argentína) fer af velli
87 Carlos Salcido (Mexíkó) á skot framhjá
Þessi piltur má ekki sjá markið af 30 m færi. Hann lætur alltaf vaða. Þetta var slakasta skotið hans, langt framhjá.
83 Mexíkó fær hornspyrnu
Engin uppgjöf í þeim grænklæddu.
81
Heinze bjargaði vel innundir marklínu Argentínu uppúr hornspyrnunni.
80 Mexíkó fær hornspyrnu
79 Jonás Gutiérrez (Argentína) kemur inn á
Kóngulóin frá Newcastle kemur inná.
79 Ángel Di Maria (Argentína) fer af velli
77
Mexíkóar gerðu sig líklega fyrst eftir markið en nú hafa Argentínumenn náð tökum á leiknum á ný.
71 MARK! Javier Hernández (Mexíkó) skorar
3:1 - Flott tilþrif. Nýi United-maðurinn fær sendingu frá Torrado inní vítateiginn, aðeins til vinstri, og hamrar boltann með vinstri uppí markhornið nær. Þetta er kannski ekki alveg búið...
70 Pablo Barrera (Mexíkó) á skot sem er varið
Lyfti boltanum yfir Romero markvörð en Argentínumenn björguðu naumlega með skalla á marklínu!!
69 Juan Sebastián Verón (Argentína) kemur inn á
69 Carlos Tévez (Argentína) fer af velli
Tveggja marka maðurinn tekinn af velli. Maradona faðmar hann innilega en Tévez virðist fúll.
64 Mexíkó fær hornspyrnu
63 Javier Hernández (Mexíkó) á skalla sem fer framhjá
eftir hornspyrnuna, stökk upp í miðjum vítateig en skallaði yfir.
62 Mexíkó fær hornspyrnu
62 Carlos Salcido (Mexíkó) á skot sem er varið
Enn eitt langskotið, fast og útvið stöng. Romero tekur enga áhættu og ver í horn.
61 Guillermo Franco (Mexíkó) kemur inn á
fyrrum leikmaður West Ham.
61 Andrés Guardado (Mexíkó) fer af velli
61 Andrés Guardado (Mexíkó) á skot framhjá
Skot af 30 m færi, firnafast en yfir slána.
60 Pablo Barrera (Mexíkó) á skot framhjá
Flott rispa hjá Barrera, lék inní teiginn frá vinstri en skaut svo úr þröngu færi og í hliðarnetið. Hefði betur sent útí teiginn.
58
Nú virðast Argentínumenn líklegri til að bæta við mörkum en Mexíkóar að saxa á forskotið.
52 MARK! Carlos Tévez (Argentína) skorar
3:0 - Hafi hin tvö mörkin verið "ljót" þá er þetta eitt af mörkum keppninnar. Tévez var í klafsi fyrir utan teig en boltinn féll síðan fyrir hann 25 m frá marki. Tévez lét bara vaða, og beint uppi markvinkilinn hægra megin. Þetta er afgreitt mál. Argentína fer áfram..!
50
Mexíkóar byrja seinni hálfleik ágætlega og hafa átt ágætar sóknir.
47 Carlos Salcido (Mexíkó) á skot framhjá
Enn eitt langskotið frá Salcido en framhjá markinu.
47 Mexíkó fær hornspyrnu
46 Leikur hafinn
Flautað til síðari hálfleiks á leikvanginum glæsilega í Jóhannesarborg.
46 Adolfo Bautista (Mexíkó) fer af velli
46 Pablo Barrera (Mexíkó) kemur inn á
45 Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Staðan er 2:0 eftir slæm mörk frá sjónarhorni Mexíkóa. Það fyrra var rangstöðumark, það síðara eftir hrikaleg varnarmistök. Leikurinn er jafnari en markatalan segir til um og Mexíkóar hafa verið vel inni í leiknum og átt fínar skottilraunir að marki Argentínu.
45
Þar munaði engu að Mexíkóinn Hernández næði að reka tána í boltann í dauðafæri eftir fyrirgjöf, einn gegn Romero markverði sem greip boltann örugglega.
44
Romero í marki Argentínu er 23 ára gamall og liðsfélagi Kolbeins Sigþórssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Hann hafði aðeins leikið 8 landsleiki fyrir þessa keppni.
44 Rafael Márquez (Mexíkó) á skot sem er varið
Enn eitt langskotið hjá Mexíkóum, nú var það fyrirliðinn af 30 m færi en beint í fangið á Romero.
42 Gonzalo Higuaín (Argentína) á skalla sem fer framhjá
var í fínu færi eftir fyrirgjöf frá hægri en skallaði framhjá stönginni vinstra megin.
39 Andrés Guardado (Mexíkó) á skot framhjá
Aukaspyrna rétt utan hægra vítateigshorns en framhjá stönginni fjær.
37 Ángel Di Maria (Argentína) á skot sem er varið
Vel varið hjá Pérez úr góðu færi vinstra megin úr vítateignum.
34 Carlos Salcido (Mexíkó) á skot sem er varið
skot af 30 m færi og Romero ver með tilþrifum, slær boltann útá kant.
33 MARK! Gonzalo Higuaín (Argentína) skorar
2:0 - Hrikaleg mistök hjá Osorio í vörn Mexíkó. Hann rennir boltanum til hliðar rétt utan vítateigs, Higuaín er nærstaddur, hirðir boltann, leikur inní teiginn og framhjá Pérez markverði og skorar sitt 4. mark í keppninni. Hann er markahæstur á HM.
32
Það er ljóst að mistök aðstoðardómara verða mikið í umræðunni eftir leiki dagsins á HM. Augljóst mark var haft af Englendingum gegn Þjóðverjum fyrr í dag og svo kom þetta rangstöðumark sem Tévez skoraði áðan.
28 Rafael Márquez (Mexíkó) fær gult spjald
fyrir brot
27
Mexíkóar mótmæltu markinu harðlega og dómararnir ræddu málin lengi með leikmennina í kringum sig áður en Rosetti dómari benti á miðju.
26 MARK! Carlos Tévez (Argentína) skorar
1:0 - Rangstöðumark en dæmt gilt. Tévez fékk sendingu frá Messi inní vítateiginn. Pérez markvörður varði, boltinn hrökk út og Messi lyfti honum aftur innað markinu þar sem Tévez var á markteignum og skallaði í netið. Hann var fyrir innan tvo varnarmenn þegar Messi sendi boltann.
24
Það er athyglisvert að nokkrir leikmanna Mexíkó í dag léku gegn Íslandi í 0:0 leiknum í Charlotte í mars, þar sem Ísland tefldi nær eingöngu fram leikmönnum íslenskra liða.
20
Það hefur aðeins róast yfir leiknum eftir fjörugan kafla. En þessi leikur verður varla markalaus.
14 Javier Hernández (Mexíkó) á skot framhjá
Nýi Manchester United-maðurinn með fínt skot af 20 m færi í snöggri sókn en rétt framhjá argentínska markinu.
13 Ángel Di Maria (Argentína) á skot framhjá
fékk boltann útfyrir vítateiginn eftir hornspyrnuna og skaut á markið en í samherja og framhjá.
13 Argentína fær hornspyrnu
12 Lionel Messi (Argentína) á skot sem er varið
Lék að vítateig og lyfti svo boltanum á markið. Pérez greip boltann örugglega rétt undir þverslánni.
9 Andrés Guardado (Mexíkó) á skot framhjá
Hörkuskot frá vítateig og boltinn smýgur rétt framhjá stöng. Mexíkóar eru geysilega atkvæðamiklir þessa stundina.
8 Carlos Salcido (Mexíkó) á skot sem er varið
Þrumufleygur af 30 metra færi sem markvörður Argentínu ver naumlega með því að slá boltann í þverslá og út. Rétt kom fingurgómum í boltann sem þó var beint fyrir ofan hann.
8 Lionel Messi (Argentína) á skot sem er varið
Fyrstu sóknartilþrifin. Hröð sókn Argentínu og Messi skaut rétt innan vítateigs en varnarmaður komst fyrir skotið.
6
Rosetti dómari stöðvar leikinn til að láta fjarlægja drasl sem áhorfendur hafa kastað inná völlinn. Langir hvítir borðar, eða klósettpappír? Pérez markvörður tók að sér að henda þessu afturfyrir endamörkin.
4
Argentína er meira með boltann í byrjun. Rosetti dómari ætlar greinilega að reyna að láta leikinn ganga og hefur látið eiga sig að dæma í tveimur hressilegum návígjum.
1
Diego Maradona er staðinn upp eftir aðeins 15 sekúndna leik. Getur greinilega ekki setið lengi kyrr...!
1 Leikur hafinn
Mexíkó byrjar með boltann.
0
Sigurliðið í kvöld leikur við Þýskaland í átta liða úrslitunum en Þjóðverjar unnu Englendinga á sannfærandi hátt í Bloemfontein fyrr í dag, 4:1.
0
Mexíkó hafnaði í 2. sæti A-riðils með 4 stig. Liðið gerði 1:1 jafntefli við Suður-Afríku, vann Frakkland 2:0 og tapaði 0:1 fyrir Úrúgvæ. Mörkin gerðu Rafael Márquez, Javier Hernández og Cuauhtémoc Blanco. Þjálfari Mexíkó er Javier Aguirre og Márquez og Blanco hafa verið fyrirliðar.
0
Mexíkó leikur í 14. skipti af 19 í lokakeppni HM. Mexíkó hefur tvisvar komist í 8-liða úrslitin, 1970 og 1986, á heimavelli í bæði skiptin.
0
Argentína vann B-riðil keppninnar með fullu húsi stiga. Liðið vann Nígeríu 1:0, Suður-Kóreu 4:1 og Grikkland 2:0. Mörkin gerðu Gonzalo Higuaín 3, Martin Palermo, Gabriel Heinze og Martin Demichelis, og eitt var sjálfsmark. Þjálfari Argentínu er sjálfur Diego Maradona og fyrirliði er Javier Mascherano.
0
Argentína hefur tvisvar orðið heimsmeistari, árin 1978 og 1986. Liðið féll út í 8-liða úrslitum í síðustu keppni. Argentína hefur verið með 14 sinnum í lokakeppni HM, af 18 skiptum, og samfleytt frá 1974.
Sjá meira
Sjá allt

Argentína: (M), .
Varamenn: (M), .

Mexíkó: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Argentína 9 (7) - Mexíkó 15 (6)
Horn: Argentína 2 - Mexíkó 5.

Lýsandi:
Völlur: Soccer City Stadium, Jóhannesarborg

Leikur hefst
27. júní 2010 18:30

Aðstæður:
Heiðskírt að kvöldi og 14 stiga hiti. Vindur 4 m/sek., rakastig 41 prósent. Völlurinn þurr.

Dómari: Roberto Rosetti, Ítalíu
Aðstoðardómarar: Paolo Calcagno og Stefano Ayroldi, Ítalíu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert