Juan, Lúis Fabiano og Robinho tryggðu Brasilíu í kvöld 3:0 sigur á Chile í 16-liða úrslitum HM í knattspyrnu í Suður-Afríku. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Leikurinn var mjög fjörugur og Chilemenn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í mótinu en þeir höfðu sóknarleikinn í hávegum. Þeir máttu sín hins vegar lítils gegn frábæru liði Brasilíu.
Brasilíumenn eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum á föstudag en þá mæta þeir Hollendingum í 8-liða úrslitum.
Lið Brasilíu: Julio Cesar - Maicon, Lúcio, Juan, Bastos - Alves, Ramires, Gilberto Silva, Kaká, Fabiano, Robinho.
Varamenn: Gomes, Luisao, T.Silva, Gilberto, Josué, Kléberson, Nilmar, Doni, Grafite, Felipe Melo (meiddur), Elano (meiddur), Baptista (meiddur).
Lið Chile: Bravo - Fuentes, Isla, Contreras, Carmona, Sánchez, Vidal, Suazo, González, Beausejour, Jara.
Varamenn: Valdivia, Pinto, Fernández, Orellana, Fierro, Millar, Tello, Paredes, Marín.
Í leikbanni: Ponce, Estrada og Medel.