Blatter biður England og Mexíkó afsökunar

Sepp Blatter fylgist með leik Bandaríkjanna og Gana ásamt Bill …
Sepp Blatter fylgist með leik Bandaríkjanna og Gana ásamt Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Reuters

Sepp Blatter, for­seti Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins, FIFA, hef­ur beðið Eng­lend­inga og Mexí­kóa af­sök­un­ar á mis­tök­um dóm­ar­anna í leikj­um liðanna í 16-liða úr­slit­um HM í Suður-Afr­íku.

Úrúg­væsk­ur aðstoðardóm­ari sá ekki að Frank Lamp­ard skoraði fyr­ir Eng­land gegn Þýskalandi þegar hann skaut í þverslána og inn í leik þjóðanna, og ít­alsk­ur koll­egi hans sá ekki að Car­los Tévez var rang­stæður þegar hann kom Arg­entínu yfir gegn Mexí­kó.

„Ég talaði við full­trúa knatt­spyrnu­sam­banda þess­ara tveggja landa í gær um mis­tök dóm­ar­anna. Ég bað þá af­sök­un­ar og ég skil vel að menn séu ósátt­ir og hafi gagn­rýnt frammistöðu þeirra," sagði Blatter við frétta­menn í morg­un.

Blatter sagði jafn­framt að mögu­leik­inn á að beita sjón­varps­tækni við að skera úr um hvort mörk séu skoruð verði rædd­ur á fundi hjá FIFA í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert