Framdi sjálfsmorð eftir tap Brasilíu

Tap Brasilíu í dag hafði skelfilegar afleiðingar.
Tap Brasilíu í dag hafði skelfilegar afleiðingar. Reuters

Tap Brasilíu fyrir Hollandi í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Suður-Afríku virðist hafa haft skelfilegar afleiðingar. Ungur fótboltaáhugamaður er talinn hafa svipt sig lífi vegna úrslitanna.

Þetta kemur fram á fréttaveitu AFP. Að sögn vitna kastaði drengurinn, sem var 18 ára Haítíbúi, sér fyrir bifreið eftir leikinn. Atvikið áti sér stað í Nerette nærri höfuðborg Haítí, Port-au-Prince.

Sigurleikjum Brasilíu í keppninni til þessa hafði verið mikið fagnað á götum úti í landinu sem varð afar illa úti í jarðskjálfta í vetur eins og Íslendingar muna eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert