Holland vann í dag 2:1 sigur á Brasilíu eftir að hafa verið 1:0 undir í leikhléi í 8-liða úrslitum HM karla í knattspyrnu í Suður-Afríku. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Robinho kom Brasilíu yfir á 10. mínútu og Brasilíumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum. Hollendingar sýndu hins vegar hvað þeir geta í seinni hálfleiknum og jöfnuðu metin þegar Felipe Melo skoraði sjálfsmark, og komust svo yfir með marki frá Wesley Sneijder. Melo var skömmu seinna rekinn af leikvelli fyrir að stappa á Arjen Robben.
Holland mætir sigurliðinu úr leik Úrúgvæ og Gana í undanúrslitum en Úrúgvæ og Gana mætast kl. 18:30 í kvöld.
Lið Hollands: Stekelenburg - van der Wiel, Heitinga, Ooijer, van Bronckhorst - van Bommel, Sneijder, de Jong - Kuyt, van Persie, Robben.
Varamenn: Boulahrouz, de Zeeuw, Braafheid, Vorm, Elia, Schaars, Babel, Afellay, Huntelaar, Boschker, van der Vaart, Mathijsen (meiddur).
Lið Brasilíu: Julio Cesar - Maicon, Lúcio, Juan, Bastos - Felipe Melo, Gilberto Silva, Kaká, Alves - Robinho, Fabiano.
Varamenn: Gomes, Luisao, T.Silva, Gilberto, Josué, Baptista, Kléberson, Nilmar, Doni, Grafite, Elano (meiddur).
Í leikbanni: Ramires.