„Litla liðið í fyrsta sinn“

Eftir tveggja daga hlé á HM í Suður-Afríku verður þráðurinn tekinn upp í dag en þá verður flautað til leiks í átta liða úrslitum keppninnar. Tveir leikir fara fram í dag. Fyrri leikurinn klukkan 14 er enginn slorleikur en þá mætast fimmfaldir heimsmeistarar Brasilíumanna liði Hollendinga og í kvöld eigast við Úrúgvæ og Gana.

Fyrirfram hefði leikur Brasilíumanna og Hollendinga verið ávísun á blússandi sóknarleik og bullandi skemmtun en ekki er þó víst að það verði uppi á teningnum í dag. Sigurinn er það sem öllu máli skiptir og þjálfarar liðanna, Hollendingurinn Bert van Marwijk og Brasilíumaðurinn Dunga, þykja báðir taktískir og munu eflaust leggja upp með að bíða eftir því að mótherjinn geri mistök.

Brasilíumenn leika án Elanos sem er meiddur og Ramieres tekur út leikbann. Liðin hafa þvívegis áður mæst í úrslitakeppni HM. Þau mættust fyrst árið 1974 þar sem Holland hafði betur, 2:0. Árið 1994 komu Brassarnir fram hefndum og sigruðu, 2:0, og léku sama leik aftur fjórum árum síðar þegar þeir höfðu betur í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum.

Erum hér í einum tilgangi

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíumanna, hefur í þjálfaratíð sinni mátt þola harða gagnrýni, en þótt lið hans spili ekki samabolta út og inn þá sjá margir fyrir sér að Brassarnir standi uppi sem meistarar þann 11. þessa mánaðar.

Spila eins og S-Ameríkumenn

„Ég hef trú á að við getum farið alla leið en við búum okkur undir erfiðan leik á móti Hollandi. Við vitum að ef við gefum Hollendingum svæði þá verður þetta erfitt fyrir okkur. Það gæti skapað vandamál,“ segir miðjumaðurinn Gilberto Silva.

Brasilíska landsliðið á æfingu í Jóhannesarborg í gær.
Brasilíska landsliðið á æfingu í Jóhannesarborg í gær. Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert