„Litla liðið í fyrsta sinn“

00:00
00:00

Eft­ir tveggja daga hlé á HM í Suður-Afr­íku verður þráður­inn tek­inn upp í dag en þá verður flautað til leiks í átta liða úr­slit­um keppn­inn­ar. Tveir leik­ir fara fram í dag. Fyrri leik­ur­inn klukk­an 14 er eng­inn slor­leik­ur en þá mæt­ast fimm­fald­ir heims­meist­ar­ar Bras­il­íu­manna liði Hol­lend­inga og í kvöld eig­ast við Úrúg­væ og Gana.

Fyr­ir­fram hefði leik­ur Bras­il­íu­manna og Hol­lend­inga verið ávís­un á blúss­andi sókn­ar­leik og bullandi skemmt­un en ekki er þó víst að það verði uppi á ten­ingn­um í dag. Sig­ur­inn er það sem öllu máli skipt­ir og þjálf­ar­ar liðanna, Hol­lend­ing­ur­inn Bert van Marwijk og Bras­il­íumaður­inn Dunga, þykja báðir taktísk­ir og munu ef­laust leggja upp með að bíða eft­ir því að mót­herj­inn geri mis­tök.

Bras­il­íu­menn leika án Elanos sem er meidd­ur og Rami­eres tek­ur út leik­bann. Liðin hafa því­veg­is áður mæst í úr­slita­keppni HM. Þau mætt­ust fyrst árið 1974 þar sem Hol­land hafði bet­ur, 2:0. Árið 1994 komu Brass­arn­ir fram hefnd­um og sigruðu, 2:0, og léku sama leik aft­ur fjór­um árum síðar þegar þeir höfðu bet­ur í víta­spyrnu­keppni í undanúr­slit­um.

Erum hér í ein­um til­gangi

Dunga, landsliðsþjálf­ari Bras­il­íu­manna, hef­ur í þjálf­aratíð sinni mátt þola harða gagn­rýni, en þótt lið hans spili ekki sama­bolta út og inn þá sjá marg­ir fyr­ir sér að Brass­arn­ir standi uppi sem meist­ar­ar þann 11. þessa mánaðar.

Spila eins og S-Am­er­íku­menn

„Ég hef trú á að við get­um farið alla leið en við búum okk­ur und­ir erfiðan leik á móti Hollandi. Við vit­um að ef við gef­um Hol­lend­ing­um svæði þá verður þetta erfitt fyr­ir okk­ur. Það gæti skapað vanda­mál,“ seg­ir miðjumaður­inn Gil­berto Silva.

Brasilíska landsliðið á æfingu í Jóhannesarborg í gær.
Bras­il­íska landsliðið á æf­ingu í Jó­hann­es­ar­borg í gær. Reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 19:00 Bosnía 20:22 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 19:00 Bosnía 20:22 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert