Úrúgvæ og Gana mættust í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppni karla klukkan 18.30 en leikur liðanna fór fram á Soccer City leikvanginum í Jóhannesarborg. Úrúgvæ tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigri eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni og mætir Hollandi í undanúrslitum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Staðan var 1:1 að loknum venjulegum leiktíma. Dramatíkin keyrði úr hófi fram á lokasekúndum framlengingar. Þá kom Suárez í veg fyrir mark hjá Gana með því að verja með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið en Gyan þrumaði knettinum í þverslána úr vítaspyrnunni.
Í vítaspyrnukeppninni sjálfri klikkaði Gana á tveimur spyrnum en Úrúgvæ einni.
Lið Úrúgvæ: Muslera - M.Pereira, Lugano, Victorino, Fucile - M.Fernández, Pérez, Rios - Cavani, Forlán, Suárez.
Varamenn: Godín, Gargano, Eguren, A.Pereira, Caastillo, Abreu, Lodeiro, González, Scotti, S.Fernández, Cáceres, Silva.
Lið Gana: Kingson - Pantsil, Mensah, Vorsah, Sarpei - Inkoom, Annan, Prince-Boateng - K.Asamoah, Gyan, Muntari.
Varamenn: Agyei, D.Boateng, Appiah, Tagoe, Amoah, Ahorlu, I.Ayew, Adiyiah, Addy, Owusu-Abeyie.
Í leikbanni: Jonathan, A.Ayew.