Maradona og hans menn í hefndarhug

Diego Maradona vígreifur á blaðamannafundi í Höfðaborg í gær.
Diego Maradona vígreifur á blaðamannafundi í Höfðaborg í gær. Reuters

Leiks Argentínu og Þýskalands í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins sem fram fer í Höfðaborg í dag er beðið með mikilli eftirvæntingu um gjörvalla heimsbyggðina.

Þessar stórþjóðir á knattspyrnuvellinum hafa heillað marga í Suður-Afríku og líklega eru þetta liðin sem hafa spilað skemmtilegsta fótboltann á mótinu. Þjóðverjarnir með ungt og sprækt lið sem hefur geislað af leikgleði og í argentínska liðinu er valinn maður í hverju rúmi með skemmtikraftinn Diego Maradona við stjórnvölinn.

Hafa tvisvar mæst í úrslitaleik

Hefnd er í hugum Argentínumanna eftir úrslitin fyrir fjórum árum.

„Leikmenn mínir ætla að mæta til leiks í hefndarhug. Þjóðverjarnir eru sterkari en Mexíkóar sem við unnum í 16-liða úrslitunum en við munum tefla fram réttum leikmönnum til leggja þá að velli,“ sagði Maradona við fréttamenn í gær.

Eins og ég sé að fara að spila

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert