Martino: Heppnin ekki á okkar bandi

Gerardo Martino ræðir við Nelson Haedo Valdez í lok leiksins …
Gerardo Martino ræðir við Nelson Haedo Valdez í lok leiksins í kvöld. Reuters

Gerardo Martino, hinn argentínski þjálfari Paragvæja, sagði að heppnin hefði ekki verið á þeirra bandi í kvöld þegar þeir töpuðu 0:1 fyrir Spánverjum í átta liða úrslitunum á HM í knattspyrnu.

Spánn sigraði, 1:0, með marki frá David Villa á 83. mínútu. Paragvæ hefði getað náð forystunni þegar liðið fékk vítaspyrnu en Iker Casillas varði frá Óscar Cardozo. Strax á eftir varði Justo Villar í marki Paragvæ vítaspyrnu frá Xabi Alonso.

„Við gáfum allt okkar í leikinn og fengum okkar tækifæri í leiknum en því miður var það Spánn sem skoraði en Paragvæ náði ekki að skora. Heppnin var ekki á okkar bandi. Við sýndum í leiknum að sigurinn hefði getað fallið okkar í skaut en nú verðum við að sætta okkur við þetta erfiða áfall," sagði Martino en undir hans stjórn náði Paragvæ sínum besta árangri á HM frá upphafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert