Þjóðverjar stórkostlegir og burstuðu Argentínumenn, 4:0

Joachim Löw þjálfari Þjóðverja hafði ástæðu til að fagna.
Joachim Löw þjálfari Þjóðverja hafði ástæðu til að fagna. Reuters

Þjóðverj­ar eru komn­ir í undanúr­slit á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu eft­ir stórs­kost­lega frammistöðu gegn Arg­entínu­mönn­um í dag. Frá­bær­ir Þjóðverj­ar niður­lægðu Arg­entínu­menn og unnu stór­sig­ur, 4:0. Miroslav Klose skoraði tvö marka Þjóðverja og þeir Thom­as Müller og Arne Friedrich gerðu sitt markið hvor.

Þjóðverj­ar sýndu að 4:1 sig­ur­inn á Eng­lend­ing­um var eng­in til­vilj­un. Þeir höfðu öll ráð Arg­entínu­manna í sinni hendi og léku hreint frá­bær­lega í sókn og vörn. Arg­entínu­menn­irn­ir komust ekk­ert áleiðis og með Bastian Schwein­steiger í broddi fylk­ing­ar léku Þjóðverj­ar nán­ast full­kom­inn leik. Þeir mæta sig­ur­veg­ar­an­um í viður­eign Spán­ar og Parag­væ í undanúr­slit­um á miðviku­dag­inn.

Lið Arg­entínu: Romero, Demichel­is, Burd­is­so, Heinze, Di Maria, Higuain, Messi, Tévez, Mascherano, Ota­mendi, Rodrigu­ez.
Vara­menn: Pozo, C.Rodrigu­ez, Bolatti, Veron, Garce, Samu­el, Agu­ero, Jon­as, Pal­ermo, Milito, Anduj­ar, Pastore.

Lið Þýska­lands: Neu­er, Friedich, Khedira, Schw­insteiger, Özil, Podolski, Klose, Müller, Lahm, Mertesacker, Boa­teng.
Vara­menn: Wiese, Butt, Jan­sen, Aogo, Tasci, Keissling, Badstu­ber, Trochowski, Kroos, Cacau, Mar­in, Gomez.

Thomas Müller kemur Þjóðverjum í 1:0.
Thom­as Müller kem­ur Þjóðverj­um í 1:0. Reu­ters
Arg­entína 0:4 Þýska­land opna loka
Mörk
skorar Thomas Müller (3. mín.)
skorar Miroslav Klose (67. mín.)
skorar Arne Friedrich (73. mín.)
skorar Miroslav Klose (88. mín.)
fær gult spjald Nicolás Otamendi (11. mín.)
fær gult spjald Javier Mascherano (79. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Thomas Müller (35. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Stórkostleg frammistaða hjá Þjóðverjum sem mæta annað hvort Spánverjum eða Paragvæum í undanúrslitum.
90 Lionel Messi (Argentína) á skot sem er varið
Síðasti möguleikinn hjá Messi.
88 MARK! Miroslav Klose (Þýskaland) skorar
Enn ein frábær skyndisókn Þjóðverja. Klose rak smiðshöggið og hann er þar með kominn með 4 mörk og 14 í lokakeppni HM. Jafnmörk og þýska goðsögnin og Gerd Müller.
86 Lionel Messi (Argentína) á skot sem er varið
Neuer greip skotið frá Messi.
86
Það stefnir í að Lionel Messi kveðji HM án þess að skora mark. Hver hefði trúað því fyrir keppnina?
85 Javier Pastore (Argentína) á skot framhjá
Afar slakt skot og langt framhjá.
82 Piotr Trochowski (Þýskaland) kemur inn á
82 Thomas Müller (Þýskaland) fer af velli
81 Toni Kroos (Þýskaland) á skot sem er varið
Þrumuskot hjá unga varamanninum sem Romero verður að hafa sig allan við að verja.
80
Michael Ballack er á meðal áhorfenda. Margir segja að brotthvarf hans úr liðinu hafi þjappað þýska liðinu saman.
79 Javier Mascherano (Argentína) fær gult spjald
Það hlaut að koma að því. Mascherano er búinn að vera síbrotamaður í leiknum.
77 Toni Kroos (Þýskaland) kemur inn á
77 Sami Khedira (Þýskaland) fer af velli
77 Carlos Tévez (Argentína) á skot framhjá
Skotið hátt yfir.
74 Sergio Agüero (Argentína) kemur inn á
74 Ángel Di Maria (Argentína) fer af velli
73 MARK! Arne Friedrich (Þýskaland) skorar
Bastian Schweinsteiger lék á hvern leikmanninn á fætur öðru og lagði svo boltann fyrir fætur varnarmannsins sem skoraði af öryggi. Dagskránni er lokið. Þjóðverjar eru á leið í undanúrslitin. Þeir hafa spilað stórskostlega.
72 Þýskaland fær hornspyrnu
71 Marcell Jansen (Þýskaland) kemur inn á
71 Jérome Boateng (Þýskaland) fer af velli
70
Diego Maradona þjálfari Argentínumanna er orðinn náfölur á hliðarlínunni. Hans menn eru á heimleið nema eitthvað stórkostleg breytist í leik Argentínu.
69 Javier Pastore (Argentína) kemur inn á
69 Nicolás Otamendi (Argentína) fer af velli
Átti afleitan leik.
68 Lukas Podolski (Þýskaland) á skot sem er varið
Ætlaði að vippa yfir Romero en hann lét ekki plata sig.
67 MARK! Miroslav Klose (Þýskaland) skorar
Klose rekur smiðshöggið á góða sókn Þjóðverjanna. Müller sendi boltann á Podolski sem lagði hann fyrir fætur Klose sem skoraði af öryggi. Þriðja mark Klose á mótinu og hann hefur þar með skorað 13 mörk í lokakeppni HM.
65 Ángel Di Maria (Argentína) á skot sem er varið
Neuer hefur nóg að gera í marki Þjóðverja.
64 Argentína fær hornspyrnu
Stórsókn Argenínumanna þessa stundina.
63 Gonzalo Higuaín (Argentína) á skot sem er varið
Hröð sókn hjá Argentínumönnum sem endaði með skoti frá Higuaín en Neuer var vel á verði.
62 Carlos Tévez (Argentína) á skot sem er varið
Hörkuskot hjá Tévez en beint í fangið á Neuer. Hraðinn er mikill í leiknum þesa stundina.
58
Argentínumönnum gengur illa að finna glufur á vel skipulagðri vörn Þjóðverjanna. Messi er í strangri gæslu.
53 Argentína fær hornspyrnu
48 Ángel Di Maria (Argentína) á skot framhjá
Hörkskot en framhjá markinu. Argentínumenn hafa byrjað seinni hálfleikinn með miklum krafti.
46 Leikur hafinn
Nú er að duga að drepast fyrir strákana hans Diego Maradona. Þjóðverjarnir hafa verið betri og verðskulda forystuna. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleiknum.
45 Hálfleikur
Ravshan Irmatov hefur flautað til leikhlés. Fyrri hálfleikurinn hefur verið stórskemmtilegur. Þjóðverjar fengu óskabyrjun þegar Thomas Müller skoraði strax á 3. mínútu. Þjóðverjar voru sterkari framan af en Argentínumenn hafa sótt hægt og bítnandi í sig veðrið.
45 Lionel Messi (Argentína) á skot framhjá
Messi hristi af sér varnarmann en skotið ekki gott.
45
Uppbótartíminn er ein mínúta.
44 Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) á skot framhjá
43 Thomas Müller (Þýskaland) á skot framhjá
Skot með tánni í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
42 Þýskaland fær hornspyrnu
41 Mesut Özil (Þýskaland) á skot framhjá
Hröð sókn Þjóðverja en Özil skaut hátt yfir markið.
40 Argentína fær hornspyrnu
Þung sókn Argentínumanna þessa stundina.
39 Argentína fær hornspyrnu
38 Lukas Podolski (Þýskaland) á skot framhjá
Þrumuskot hjá Podolski en boltinn vel framhjá.
36
Argentínumenn koma boltanum í netið. Higuaín var þar af verki en markið réttilega dæmt af. Þeir voru fjórir rangstæðir.
35 Thomas Müller (Þýskaland) fær gult spjald
Markaskorarinn er þar með kominn í leikbann.
35 Gonzalo Higuaín (Argentína) á skot sem er varið
Lúmskt skot frá Higuaín en Argentínumennirnir eru farnir að þyngja sókn sína.
32 Ángel Di Maria (Argentína) á skot sem er varið
Skotið beint á Neuer en Argentínumenn eru allir að braggast þessar mínúturnar.
31 Lionel Messi (Argentína) á skot framhjá
Skot Messi beint úr aukaspyrnu vel yfir markið. Messi bíður enn eftir fyrsta marki sínu á HM.
28 Gabriel Heinze (Argentína) á skot framhjá
Misheppnað skot bakvarðarsins en þetta er fyrsta skot Argentínumanna að marki Þjóðverja.
24 Miroslav Klose (Þýskaland) á skot framhjá
Frábær sókn hjá Þjóðverjum. Müller átti góða sendingu á Klose en þessi mikli markaskorari skaut yfir markið úr dauðafæri. Argentínska vörnin hefur ekki verið sannfærandi fram að þessu.
20
Leikurinn hefur svo sannarlega staðið undir væntingum og hann á bara eftir að verða betri.
18 Argentína fær hornspyrnu
17
Argentínumenn eru aðeins að ná áttum í leiknum.
13 Þýskaland fær hornspyrnu
Þjóðverjar eru líklegir að bæta marki við. Þeir eru geysilega ákveðnir og grimmir.
11 Nicolás Otamendi (Argentína) fær gult spjald
8 Þýskaland fær hornspyrnu
Argentínumenn eru í bullandi vandræðum.
6 Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) á skot framhjá
Stórsókn Þjóðverja. Skotið hjá Schwinsteiger fór hátt yfir markið en Argentínumenn eru greinilega mjög slegnir eftir markið sem þeir fengu á sig.
3 MARK! Thomas Müller (Þýskaland) skorar
0:1Müller skallar í netið eftir aukaspyrnu fá Schwinsteiger. Óskabyrjun Þjóðverja. Varnarmenn Argentínu og markvörður þeirra algjörlega úti á þekju. Þetta er fjórða mark Müllers í keppninni.
2
Klose með klaufalegt brot og er heppinn að fá ekki að líta gula spjaldið.
1 Leikur hafinn
Stemningin er hreint mögnuð. Leikur tveggja skemmtilegustu liðanna er hafinn og það eru öll teikn á lofti að þetta geti orðið frábær leikur. Við vonum það. Spá mbl.is, 2:1, fyrir Argentínu.
0
Ankela Merkel kanslari Þýskalands er mætt á Green Point völlinn til að styðja sína menn.
0
Argentínumenn hafa skorað flest mörk allra liða á HM. Strákarnir hans Diego Maradona hafa sett 10 mörk en skammt á hæla þeirra koma Þjóðverjar með 9 mörk.
0
Þjálfarar beggja liða tefla fram sama byrjunarliði og í 16-liða úrslitunum. Þar höfðu Þjóðverjar betur gegn Englendingu, 4:1, og Argentínumenn hrósuðu 3:1 sigri gegn Mexíkóum.
0
Þrír leikmenn Argentínu eru með eitt gult spjald á bakinu en það eru þeir Mario Bolatti, Javier Mascherano og Gabriel Heinze.
0
Þýsku leikmennirnir Mesut Ozil, Cacau, Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger, Arne Friedrich, Thomas Müller og Sami Khedira eru allir á spjaldi og fái þeir annað gult spjald í dag leika þeir ekki undanúrslitaleikinn komist Þjóðverjar þangað.
0
Argentínumaðurinn Lionel Messi besti knattspyrnumaður heims á enn eftir að skora á HM. Hann hefur þó engu að síður sýnd góða takta og verið miklu betri en menn á borð við Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney.
0
Argentína og Þýskaland hafa marga hildi háð í gegnum tíðina. Argentínumenn með Diego Maradona í broddi fylkingar lögðu Þjóðverja í úrslitaleik í Mexíkó 1986 en Þjóðverjar komu fram hefndum á HM á Ítalíu 1990 og unnu S-Ameríkuliðið í úrslitaleik. Á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum áttust þjóðirnar við í 8-liða úrslitum þar sem þýska liðið fagnaði 4:2 sigri í vítakeppni.
0
Miroslav Klose framherji Þjóðverja leikur í dag sinn 100. landsleik. Hann hefur skorað 50 mörk í þessum leikjum. Klose hefur skorað 2 mörk á HM og samtals 12 mörk en sá markahæsti í sögunni er Ronaldo með 12 mörk.
0
Sigurvegarinn í leik Argentínu og Þýskalands mætir sigurvegaranum úr leik Paragvæ og Spánar í undanúrslitum á miðvikudaginn.
0
Þjóðverjar unnu D-riðil með 6 stig. Þeir unnu Ástralíu 4:0, töpuðu 0:1 gegn Serbíu og unnu Gana 1:0, og lögðu síðan England 4:1 í 16-liða úrslitum. Thomas Müller hefur skorað 3 mörk fyrir Þjóðverja, Lukas Podolski 2, Miroslav Klose 2, Mesut Özil og Cacau eitt hvor. Þjálfari Þjóðverja er Joachim Löw og fyrirliði er Philipp Lahm, leikmaður Bayern München.
0
Þýskaland tekur þátt í lokakeppni HM í 17. skipti af 19, og hefur orðið heimsmeistari þrisvar, 1954, 1974 og 1990. Þá hefur Þýskaland, eða Vestur-Þýskaland, fjórum sinnum tapað úrslitaleik HM og í síðustu keppni, á heimavelli fyrir fjórum árum, fékk Þýskaland bronsið í þriðja sinn. Einu skiptin sem Þjóðverjar hafa ekki verið á HM eru 1930 og 1950.
0
Argentínumenn hafa unnið alla fjóra leiki sína á HM. Þeir lögðu Nígeríu 1:0, Suður-Kóreu 4:1 og Grikkland 2:0 í riðlakeppninni og svo Mexíkó 3:1 í 16-liða úrslitunum. Gonzalo Higuaín hefur skorað 4 mörk, Carlos Tévez 2, Martin Palermo, Gabriel Heinze og Martin Demichelis eitt hver, auk eins sjálfsmarks. Þjálfari Argentínu er hinn einstaki Diego Maradona og fyrirliði liðsins er Javier Mascherano, leikmaður Liverpool.
0
Argentína hefur tvisvar orðið heimsmeistari, árin 1978 og 1986. Liðið féll út í 8-liða úrslitum í síðustu keppni. Argentína hefur verið með 14 sinnum í lokakeppni HM, af 18 skiptum, og samfleytt frá 1974.
Sjá meira
Sjá allt

Argentína: (M), .
Varamenn: (M), .

Þýskaland: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Argentína 13 (7) - Þýskaland 12 (6)
Horn: Argentína 5 - Þýskaland 4.

Lýsandi:
Völlur: Green Point Stadium, Höfðaborg

Leikur hefst
3. júlí 2010 14:00

Aðstæður:
Sól, 16 stig hiti, vindhraði 4 m/sek, rakastig 60%. Völlurinn þurr.

Dómari: Ravshan Irmatov, Úsbekistan
Aðstoðardómarar: Rafael Ilyasov frá Úsbekistan og Bakhadyr Kocharov, Kasakhstan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert