Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu eftir stórskostlega frammistöðu gegn Argentínumönnum í dag. Frábærir Þjóðverjar niðurlægðu Argentínumenn og unnu stórsigur, 4:0. Miroslav Klose skoraði tvö marka Þjóðverja og þeir Thomas Müller og Arne Friedrich gerðu sitt markið hvor.
Þjóðverjar sýndu að 4:1 sigurinn á Englendingum var engin tilviljun. Þeir höfðu öll ráð Argentínumanna í sinni hendi og léku hreint frábærlega í sókn og vörn. Argentínumennirnir komust ekkert áleiðis og með Bastian Schweinsteiger í broddi fylkingar léku Þjóðverjar nánast fullkominn leik. Þeir mæta sigurvegaranum í viðureign Spánar og Paragvæ í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Lið Argentínu: Romero, Demichelis, Burdisso, Heinze, Di Maria, Higuain, Messi, Tévez, Mascherano, Otamendi, Rodriguez.
Varamenn: Pozo, C.Rodriguez, Bolatti, Veron, Garce, Samuel, Aguero, Jonas, Palermo, Milito, Andujar, Pastore.
Lið Þýskalands: Neuer, Friedich, Khedira, Schwinsteiger, Özil, Podolski, Klose, Müller, Lahm, Mertesacker, Boateng.
Varamenn: Wiese, Butt, Jansen, Aogo, Tasci, Keissling, Badstuber, Trochowski, Kroos, Cacau, Marin, Gomez.