Danski landsliðsmaðurinn Simon Kjær er á leið til þýska liðsins Wolfsburg frá ítalska liðinu Parma. Að því er fram kemur í ítölskum fjölmiðlum í dag hefur Kjær komist að samkomulagi um kaup og kjör hjá Wolfsburg.
Kjær, sem er 21 árs gamall varnarmaður, mun gera fjögurra ára samning við Wolfsburg en talið er að þýska liðið greiði 14 milljónir evra fyrir Danann sem jafngildir 2,2 milljörðum íslenskra króna.
Kjær hefur verið í herbúðum Parma frá árinu 2008 en hann kom til liðsins frá danska liðinu Midtjylland.