Ekkert afrekað enn

Bert van Marwijk fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn á …
Bert van Marwijk fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn á Brasilíumönnum. Reuters

Fyrri undanúrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku í kvöld þegar Hollendingar og Úrúgvæar leiða saman hesta sína.

Þetta verður aðeins í annað sinn sem þessi lið eigast við í úrslitakeppni HM. Á HM í Þýskalandi 1974 áttust þau við í riðlakeppninni þar sem Hollendingar höfðu betur, 2:0.

Bert van Marwijk landsliðsþjálfari Hollendinga hefur í undanfara leiksins varað sína menn við og að þeir haldi sér á jörðinni en gríðarlegar væntingar eru í Hollandi og flestir sparkspekingar eru á því að þeir leggi Suður-Ameríkumennina að velli.

„Ég er íþróttamaður og ég vil vinna alla leiki sem ég tek þátt í. Fólk kann að telja þetta hroka en við höfum sannað að við getum unnið Brasilíu sem er með eitt besta lið í heimi,“ sagði Marwijk. Hollendingar hafa aldrei hampað heimsmeistaratitlinum en þeir hafa tvívegis komist í úrslitaleikinn á HM og bæði skiptið töpuðu þeir, fyrir V-Þjóðverjum 1974 og Argentínumönnum 1978.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert