Hollendingar í úrslit eftir 3:2 sigur á Úrúgvæum

Hollendingar fagna marki.
Hollendingar fagna marki. Reuters

Hollendingar leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu í þriðja sinn og í fyrsta skipti í 32 ár þegar þeir lögðu Úrúgvæa, 3:2, í skemmtilegum leik sem var að ljúka á Green Point vellinum í Höfðaborg. Þar með er ljóst að heimsmeistaratitillinn hafnar hjá Evrópuliði en Holland mætir Spáni eða Þýskalandi í úrslitum á sunnudaginn.

Giovani van Bronkhorst kom Hollendingum yfir með stórglæsilegu marki en Diego Forlan jafnaði metin fyrir Úrúgvæa með þrumufleyg. Staðan því 1:1 í hálfleik sem var í jafnvægi en í seinni hálfleik voru Hollendingarnir sterkari. Wesley Sneijder og Arjen Robben komu þeim í 3:1 en Maximiliano Pareira minnkaði muninn fyrir Suður-Ameríkuliðið í uppbótartíma.

Lið Úrúgvæ: Muslera - M.Pereira, Victorino, Godín, Gargano - Arevalo Rios, Cáceres, Pérez - A.Pereira, Forlán, Cavani.
Varamenn: Lugano, Eguren, Castillo, Abreu, González, Scotti, A.Fernández, S.Fernández, Silva.
Meiddur: Lodeiro.
Í leilkbanni: Suárez, Fucile.

Lið Hollands: Stekelenburg - Boulahrouz, Heitinga, Mathijsen, van Bronckhorst - van Bommel, Sneijder, de Zeeuw - Kuyt, van Persie, Robben.
Varamenn: Ooijer, Braafheid, Vorm, Elia, Schaars, Babel, Afellay, Huntelaar, Boschker, van der Vaart.
Í leikbanni: van der Wiel, de Jong.

Markið hjá Giovanni van Bronckhorst í uppsiglingu.
Markið hjá Giovanni van Bronckhorst í uppsiglingu. Reuters
Úrúgvæ 2:3 Holland opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert