Tennur losnuðu í de Zeeuw

Hér fær De Zeeuw sparkið frá Martin Caceres.
Hér fær De Zeeuw sparkið frá Martin Caceres. Reuters

Miðvallarleikmaðurinn Demy de Zeeuw fékk harkalegt spark í andlitið í undanúrslitaleik Hollands og Úrúgvæ á HM í knattspyrnu í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði kjálkabrotnað en svo slæm var útkoman ekki.

De Zeeuw, sem var skipt af leikvelli eftir fyrri hálfleik, var sendur uppá sjúkrahús þar sem kom í ljós að aðeins höfðu losnað nokkrar tennur í gómi kappans. Hann mun því verða leikfær þegar úrslitaleikurinn fer fram næstkomandi sunnudag kl. 18:30.

Það blæddi duglega úr munni de Zeeuw í gær.
Það blæddi duglega úr munni de Zeeuw í gær. Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert