Spænska pressan: Vondar fréttir - Webb dæmir

Howard Webb að störfum í leik Spánverja og Svisslendinga á …
Howard Webb að störfum í leik Spánverja og Svisslendinga á HM. Reuters

Sú ákvörðun FIFA að til­nefna Eng­lend­ing­inn How­ard Webb dóm­ara í úr­slita­leik heims­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu fær ekki góðan hljóm­grunn hjá spænsku press­unni en Spán­verj­ar mæta Hol­lend­ing­um í úr­slita­leikn­um í á Soccer City vell­in­um í Jó­hann­es­ar­borg á sunnu­dags­kvöldið.

,,Vond­ar frétt­ir - Webb dæm­ir úr­slita­leik­inn,“ seg­ir í spænska íþrótta­blaðinu Marca í dag en Webb dæmdi fyrsta leik Spán­verja á HM þegar þeir töpuðu óvænt fyr­ir Sviss­lend­ing­um.

,,Um­deild ákvörðun“ seg­ir í AS. ,,Webb gerði tvenn mis­tök sem kostuðu Spán­verja ósig­ur á móti Sviss­lend­ing­um.“

Marca vill meina að Webb hafi ekki dæmd aug­ljósa víta­spyrnu þegar brotið var á Dav­id Silva og að markið sem Gel­son Fern­and­es skoraði fyr­ir Sviss hafi verið rang­stæða.

,,Webb kem­ur með til baka slæm­ar minn­ing­ar“ seg­ir í um­fjöll­un Mundo Deporti­vo.

Webb er 39 ára gam­all lög­reglumaður frá Jór­vík­ur­skíri á Englandi og hef­ur verið álit­inn einn besti dóm­ar­inn í Evr­ópu. Hann dæmdi viður­eign In­ter og Bayern München í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í vor og fórst það verk vel úr hendi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert