Forlán getur spilað bronsleikinn

Diego Forlán fagnar eftir að hafa skorað gegn Hollandi í …
Diego Forlán fagnar eftir að hafa skorað gegn Hollandi í undanúrslitum HM. Reuters

Oscar Tabárez, þjálfari knattspyrnulandsliðs Úrúgvæ, hefur staðfest að Diego Forlán sé leikfær og tilbúinn í slaginn fyrir leikinn gegn Þýskalandi um bronsverðlaunin á HM í knattspyrnu sem fram fer í Port Elizabeth í kvöld.

Forlán varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Hollandi í undanúrslitunum en er orðinn heill heilsu. „Hann er klár en ekki bara til þess að reyna að verða markakóngur. Við förum í þennan leik til að sigra og liðsheildin mun leggja allt í sölurnar," sagði Tabárez en Forlán hefur skorað 4 mörk í keppninni og er einn þeirra sem eiga möguleika á að hreppa markakóngstitilinn.

„Það er hægt að segja fjölmargt gott um Diego. Hann er frábær fótboltamaður og sannur fagmaður," sagði Tabárez um stjörnu úrúgvæska liðsins.

Úrúgvæ, fámennasta þjóð Suður-Ameríku, hefur þegar náð sínum besta árangri á HM í 40 ár með því að komast í undanúrslitin. Úrúgvæ varð heimsmeistari 1930 og 1950 og endaði í fjórða sæti 1954 og 1970.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert