Enski dómarinn Howard Webb setti met í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld þegar hann dró gula og rauða spjaldið samtals 14 sinnum upp úr vasanum.
Webb sýndi Hollendingum samtals 8 sinnum gula spjaldið og einu sinni rauða spjaldið en Johnny Heitinga var vísað af leikvelli. Í úrslitaleik Ítala og Frakka fyrir fjórum árum fór gula spjaldið fjórum sinnum á loft og rauða spjaldið einu sinni - þegar Frakkanum Zinedine Zidane var vikið af velli.