Spánverjar heimsmeistarar

Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum.
Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum. Reuters

Andrés Iniesta, miðjumaður­inn frá­bæri, tryggði Spán­verj­um heims­meist­ara­titil­inn í knatt­spyrnu þegar þeir lögðu Hol­lend­inga, 1:0, í fram­lengd­um úr­slita­leik á Soccer City vell­in­um í Jó­hann­es­ar­borg í kvöld.

Iniesta skoraði sig­ur­markið þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir af fram­leng­ingu þegar hann skoraði af stuttu færi eft­ir að hafa fengið send­ingu frá vara­mann­in­um Cesc Fabregas. Stuttu áður var varn­ar­mann­in­um John Heit­inga vikið af velli en enski dóm­ar­inn How­ard Webb hafði svo sann­ar­lega í nógu að snú­ast. Hann lyfti rauða spjald­inu einu sinni á loft og 14 sinn­um því gula.

Spán­verj­ar eru þar með heims­meist­ar­ar í fyrsta sinn í sög­unni en þeir eru líka ríkj­andi Evr­ópu­meist­ar­ar.

Lið Hol­lands: Stekelen­burg - van der Wiel, Heit­inga, Mat­hij­sen, van Bronckhorst - van Bomm­el, Sneijder, de Jong - Kuyt, van Persie, Robben.
Vara­menn: Boula­hrouz, Ooijer, de Zeeuw, Bra­af­heid, Vorm, Elia, Schaars, Babel, Afellay, Hun­tela­ar, Boschker, van der Va­art.

Lið Spán­ar: Casillas - Ramos, Piqué, Puyol, Cap­devila - Sergio, Xavi, Alon­so - Iniesta, Pedro, Villa.
Vara­menn: Al­bi­ol, Marchena, Tor­res, Fabregas, Valdés, Mata, Arbeloa, Ll­or­ente, Martín­ez, Silva, Navas, Reina.

Andrés Iniesta skorar sigurmarkið.
Andrés Iniesta skor­ar sig­ur­markið. Reu­ters
Hol­land 0:1 Spánn opna loka
Mörk
skorar Andrés Iniesta (116. mín.)
fær gult spjald Robin Van Persie (15. mín.)
fær gult spjald Mark Van Bommel (22. mín.)
fær gult spjald Nigel De Jong (28. mín.)
fær gult spjald Giovanni Van Bronckhorst (54. mín.)
fær gult spjald John Heitinga (56. mín.)
fær gult spjald Arjen Robben (83. mín.)
fær rautt spjald John Heitinga (108. mín.)
fær gult spjald Gregory Van der Wiel (111. mín.)
fær gult spjald Joris Mathijsen (116. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Carles Puyol (17. mín.)
fær gult spjald Sergio Ramos (23. mín.)
fær gult spjald Joan Capdevila (67. mín.)
fær gult spjald Andrés Iniesta (118. mín.)
fær gult spjald Xavi Hernández (120. mín.)
mín.
120 Leik lokið
Spánverjar eru heimsmeistarar árið 2010. Þeir verðskulda titilinn svo sannarlega.
120 Xavi Hernández (Spánn) fær gult spjald
120
Uppbótartíminn er 2 mínútur.
118 Andrés Iniesta (Spánn) fær gult spjald
Fyrir að klæða sig úr treyjunni.
116 Joris Mathijsen (Holland) fær gult spjald
116 MARK! Andrés Iniesta (Spánn) skorar
Iniesta fékk boltann frá Fabregas í teignum og miðjumaðurinn skoraði af miklu öryggi. Hollendingar vildu meina að Initesta hefði verið rangstæður og mótmæla ákaft.
115 Wesley Sneijder (Holland) á skot framhjá
Skotið beint úr aukaspyrnu af um 35 metra færi. Boltinn fór rétt framhjá.
111 Gregory Van der Wiel (Holland) fær gult spjald
110 Xavi Hernández (Spánn) á skot framhjá
Aukaspyrnan hjá Xavi hátt yfir markið.
108 John Heitinga (Holland) fær rautt spjald
Heitinga fær sitt annað gula spjald og er þar með rekinn af velli.
106 Fernando Torres (Spánn) kemur inn á
Síðasta trompið hjá Spánverjum. Tryggir Torres Spánverjum heimsmeistaratitilinn?
106 David Villa (Spánn) fer af velli
Þar með er ljóst að Villa verður ekki markakóngur keppninnar.
106 Leikur hafinn
Þá er það endaspretturinn. Ráðast úrslitin í seinni hálfleik framlengingarinnar eða verður gripið til vítaspyrnukeppni?
105 Hálfleikur
104 Edson Braafheid (Holland) kemur inn á
104 Giovanni Van Bronckhorst (Holland) fer af velli
103 Cesc Fabregas (Spánn) á skot framhjá
Flottur sprettur hjá Fabregas og góð tilraun en boltinn rétt framhjá. Það er mikið dregið af Hollendingum.
101 Spánn fær hornspyrnu
101 Jesús Navas (Spánn) á skot framhjá
Skotið í van Brockhorst og aftur fyrir endamörk. Spánverjar eru líklegir þessa stundina.
99 Rafael Van Der Vaart (Holland) kemur inn á
99 Nigel De Jong (Holland) fer af velli
99 Spánn fær hornspyrnu
97 Spánn fær hornspyrnu
95 Joris Mathijsen (Holland) á skalla sem fer framhjá
Frír skalli hjá varnarmanninum en kollspyrna hans fór yfir markið. Mikið fjör þessa stundina.
95 Holland fær hornspyrnu
95 Cesc Fabregas (Spánn) á skot sem er varið
Fabregas kom einn á móti Stekelenburg sem sá við varamanninum og varði.
92 Spánn fær hornspyrnu
Spánverjarnir vildu frá vítaspyrnu, töldu að brotið hefði verið á Xavi en Webb dómari var ekki á sama máli.
91 Leikur hafinn
Framlengin er hafin.
90 Leik lokið
Howard Webb flautar til leiksloka. Nú verður framlengt um 2x15 mínútur.
90 Wesley Sneijder (Holland) á skot framhjá
Skotið af um 40 metra færi og boltinn langt framhjá markinu.
90
Uppbótartíminn er 3 mínútur. Það stefnir allt í framlengingu.
85 Cesc Fabregas (Spánn) kemur inn á
85 Xabi Alonso (Spánn) fer af velli
83 Arjen Robben (Holland) fær gult spjald
Fyrir mótmæli.
82
Robben var við það að sleppa einn í gegn. Puyol virtist brjóta á Robben en Webb dæmdi ekkert.
79 Spánn fær hornspyrnu
76 Sergio Ramos (Spánn) á skalla sem fer framhjá
Ramos fékk algjörlega frían skalla en brást bogalistin. Boltinn fór hátt yfir markið.
76 Spánn fær hornspyrnu
Spánverjar eru að færast í aukana.
76 David Villa (Spánn) á skot framhjá
75
Nú er það lokaspretturinn. Leikurinn er í járnum og það ber lítið á milli liðanna.
73 David Villa (Spánn) á skot framhjá
Skotið beint úr aukaspyrnu vel framhjá markinu.
70 Eljero Elia (Holland) kemur inn á
70 Dirk Kuyt (Holland) fer af velli
70 Spánn fær hornspyrnu
69 David Villa (Spánn) á skot sem er varið
Villa í dauðafæri en skot hans fór í varnarmann og þaðan aftur fyrir endamörk. Þarna sluppu Hollendingar með skrekkinn. S
67 Joan Capdevila (Spánn) fær gult spjald
Réttilega fyrir brot á Robin van Persie. Gulu spjöldin eru þar með orðin átta talsins.
62 Arjen Robben (Holland) á skot framhjá
Robben með hægri. Það veit ekki á gott. Skotið hátt yfir.
62 Holland fær hornspyrnu
61 Arjen Robben (Holland) á skot sem er varið
Robben komst einn í gegn en Casillas varði glæsilega í horn. Robben fékk glæsilega sendingu frá Sjeijder inn fyrir vörn Spánverja en Casillas tókst að verja skotið með fætinum. Lanbesta færi leiksins.
60 Robin Van Persie (Holland) á skalla sem fer framhjá
Van Persie aðdrengdur og kollspyrnan hátt yfir markið.
60 Jesús Navas (Spánn) kemur inn á
60 Pedro Rodríguez (Spánn) fer af velli
56 John Heitinga (Holland) fær gult spjald
Heitinga er fimmti Hollendingurinn sem fær að líta gula spjaldið.
55 Xavi Hernández (Spánn) á skot framhjá
Skotið frá Xavi yfir markið. Engin hætta á ferðinni.
54 Giovanni Van Bronckhorst (Holland) fær gult spjald
Webb er ansi spjaldaglaður í kvöld. Hann er búinn að lyfja gula spjaldinu nú sex sinnum.
52 Arjen Robben (Holland) á skot sem er varið
Gott skot hjá Robben en Casillas markvörður Spánverja var vel á verði.
48
Capdevila hitti ekki boltann í góðu færi eftir að Puyol hafði flikkað boltanum til hans með höfðinu.
47 Spánn fær hornspyrnu
Spánverjarnir byrja seinni hálfleikinn eins og þeir hófu leikinn.
46 Leikur hafinn
Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleiknum. Vonandi færist nú meira líf í leikinn og við fáum mörk.
45 Hálfleikur
Howard Webb flautar til leikhlés. Staðan er markalaus. Spánverjar byrjuðu betur en Hollendingar hafa verið sterkari seinni hluta hálfleiksins. Leikurinn hefur ekki náð almennilegu flugi enn sem komið er. Howard Webb hefur verið í aðalhlutverki en hann hefur lyft gula spjaldinu fimm sinnum á loft.
45 Holland fær hornspyrnu
44 Arjen Robben (Holland) á skot sem er varið
Gott skot hjá Robben en Casillas varð vel í horn.
43 Xabi Alonso (Spánn) á skot framhjá
Hörkuskot hjá Alonso beint úr aukaspyrnu.
40
Spánverjum hefur ekki tekist að ná upp sínu stutta spili. Hollendingar hafa lokað svæðunum vel og eru með Xavi og Iniesta í strangri gæslu.
38 Pedro Rodríguez (Spánn) á skot framhjá
Hættulaust skot og boltinn vel framhjá markinu.
37
Mathijsen kiksar í vítateignum en boltinn bar til hans eftir hornspyrnuna.
36 Holland fær hornspyrnu
33 Holland fær hornspyrnu
28 Nigel De Jong (Holland) fær gult spjald
Nú fer að styttast í rauða spjaldið. Gulu spjöldin eru orðin fimm á fyrsta hálftímanum. Jong má teljast heppinn að fá ekki brottvísun. Brot hans á Xabi Alonso var mjög gróft.
23 Sergio Ramos (Spánn) fær gult spjald
Nú er Webb aðeins farinn að missa sig. Þetta brot verðskuldaði ekki gult spjald.
22 Mark Van Bommel (Holland) fær gult spjald
Fyrir gróft brot á Iniesta.
20 Holland fær hornspyrnu
Hollendingar hafa sótt í sig veðrið síðsutu mínúturnar.
18 Wesley Sneijder (Holland) á skot sem er varið
Skotið beint úr aukaspyrnu af löngu færi fór beint í Casillas sem var ekki í vandræðum með að verja.
17 Carles Puyol (Spánn) fær gult spjald
Howard Webb er óspar á spjöldin. Miðvörðurinn hárprúði er annar leikmaðurinn sem er kominn í svörtu bókina.
15 Robin Van Persie (Holland) fær gult spjald
Fyrir brot á Capdevile.
13
Spánverjar hafa ráðið ferðinni frá því Howard Webb flautaði leikinn á. Hollendingar liggja mjög aftarlega og hefur gengið illa að halda boltanum innan liðsins.
12 David Villa (Spánn) á skot framhjá
Vðstöðulaust skot frá Villa sem fór í hliðarnetið.
12 Spánn fær hornspyrnu
11 Sergio Ramos (Spánn) á skot sem er varið
Ramos var kominn í ágætt færi en skot hans fór í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
8 Dirk Kuyt (Holland) á skot sem er varið
Laut skot af löngu færi sem Casillas átti ekki í vandræðum með að verja.
5 Sergio Ramos (Spánn) á skalla sem er varinn
Góður skalli hjá Ramos eftir aukaspyrnu en Stekelenburg varði vel. Spánverjar hafa byrjað betur.
1 Leikur hafinn
Hollendingar leika í appelsínugulum treyjum, appselsínugulum buxum og sokkarnir í sama lið. Spánverjar í dökkbláum búningum sem er varabúningur þeirra.
0
Giovani van Bronckhorst fyrirliði Hollendinga leikur í kvöld sinn síðasta landsleik. Mun hann lyfta heimsbikarnum í leikslok eða verður það markvörðurinn Iker Casillas?
0
Jacob Zuma forseti Suður-Afríku og Sepp Blatter forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, eru nú að að heilsa upp á leikmenn og dómara á Soccer City vellinum.
0
Hollendingurinn Wesley Sneijder og og Spánverjinn David Villa eru markahæstir á HM ásamt Þjóðverjuam Thomasi Müller en allir hafa þeir skorað 5 mörk.
0
Orðrómur er í gangi að spænski framherjinn Fernando Torres sé meiddur og muni ekkert koma við sögu í úrslitaleiknum.
0
Hollendingar hafa spilað 25 leiki í röð án taps og þeir geta jafnað met Brasilíumanna vinni þeir úrslitaleikinn. Brasilíumenn unnu alla leiki sína í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið 1970 og unnu alla leikina í úrslitakeppninni. Hollendingar unnu alla átta leiki sína í undankeppnnni og hafa unnið alla sex leiki sína á HM.
0
Spánverjar hafa aðeins skorað 7 mörk á HM. David Villa hefur skorað 5 þeirra og þeir Andres Iniesta og Carles Puyol sitt markið hvor. Fæst mörk heimsmeistaraliðs í úrslitakeppni HM gerðu Englendingar þegar þeir hömpuðu titlinum árið 1966 en þeir skoruðu 11 mörk og það sama gerðu Brasilíumenn árið 1994.
0
Spánverjar tefla fram sama byrjunarliði og í leiknum gegn Þjóðverjum í undanúrslitunum. Það þýðir að Pedro er í liðinu á kostnað Fernando Torres.
0
Tvær breytingar eru á hollenska liðinu frá sigurleiknum gegn Úrúgvæjum. Gregory van der Wiel and Nigel de Jong hafa tekið út leikbann og koma inn í byrjunarliðið fyrir Khalid Boulahrouz and Demy De Zeeuw.
0
Spánverjinn David Villa og Hollendingurinn Wesley Sneijder hafa skorað 5 mörk hvor og eiga möguleika á að tryggja sér markakóngstitil HM. Þjóðverjinn Thomas Müller og Úrúgvæinn Diego Forlán skoruðu einnig 5 mörk en þeir luku keppni í gærkvöld.
0
Spánverjar hafa aldrei áður leikið til úrslita á HM. Þeirra besti árangur til þessa er fjórða sætið í keppninni í Brasilíu árið 1950.
0
Hollendingar hafa tvívegis áður leikið til úrslita á HM. Þeir töpuðu 1:2 fyrir Vestur-Þjóðverjum árið 1974 og 1:3 fyrir Argentínu árið 1978.
Sjá meira
Sjá allt

Holland: (M), .
Varamenn: (M), .

Spánn: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Holland 10 (5) - Spánn 15 (5)
Horn: Holland 6 - Spánn 9.

Lýsandi:
Völlur: Soccer City Stadium, Jóhannesarborg

Leikur hefst
11. júlí 2010 18:30

Aðstæður:
Hálfskýjað að kvöldi, 14 stiga hiti, vindur 5 m/sek., rakastig 34 prósent. Völlurinn er þurr.

Dómari: Howard Webb, Englandi
Aðstoðardómarar: Darrenn Cann og Michael Mullarkey, Englandi.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert