Andrés Iniesta, miðjumaðurinn frábæri, tryggði Spánverjum heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þeir lögðu Hollendinga, 1:0, í framlengdum úrslitaleik á Soccer City vellinum í Jóhannesarborg í kvöld.
Iniesta skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að hafa fengið sendingu frá varamanninum Cesc Fabregas. Stuttu áður var varnarmanninum John Heitinga vikið af velli en enski dómarinn Howard Webb hafði svo sannarlega í nógu að snúast. Hann lyfti rauða spjaldinu einu sinni á loft og 14 sinnum því gula.
Spánverjar eru þar með heimsmeistarar í fyrsta sinn í sögunni en þeir eru líka ríkjandi Evrópumeistarar.
Lið Hollands: Stekelenburg - van der Wiel, Heitinga, Mathijsen, van Bronckhorst - van Bommel, Sneijder, de Jong - Kuyt, van Persie, Robben.
Varamenn: Boulahrouz, Ooijer, de Zeeuw, Braafheid, Vorm, Elia, Schaars, Babel, Afellay, Huntelaar, Boschker, van der Vaart.
Lið Spánar: Casillas - Ramos, Piqué, Puyol, Capdevila - Sergio, Xavi, Alonso - Iniesta, Pedro, Villa.
Varamenn: Albiol, Marchena, Torres, Fabregas, Valdés, Mata, Arbeloa, Llorente, Martínez, Silva, Navas, Reina.