Hollenska knattspyrnugoðsögnin, Johan Cruyff, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framgöngu landa sinna í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. „Þeir léku eins og lið sem ekki vildi vera með boltann,“ sagði Cruyff.
„Hollenska liðið lék af mikilli grimmd og hörku frá fyrstu mínútu. Það olli mér vonbrigðum,“ sagði Cruyff og bætti því við að landar sínir hafi verið stálheppnir að missa ekki einn ef ekki tvo leikmenn af leikvelli með rautt spjald strax í fyrri hálfleik fyrir grófan leik. Mér leið illa að sjá hollenska liðið leika svo gróft sem raun bar vitni um,“ sagði Cruyff.