Hafa greint markaskorun á HM

Í úttekt, sem markaðsrannsóknafyrirtækið CLARA gerði á markatölfræði á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, kom í ljós að Þjóðverjar, sem enduðu í þriðja sæti, skoruðu tvöfalt fleiri mörk en heimsmeistarar Spánverja.

Þá skoruðu Portúgalar öll sín 7 mörk á móti Norður-Kóreu, sem fékk á sig flest mörk eða 12 talsins. Aðeins einu liði tókst að skora gegn Sviss en það var Chile. Úrúgvæ var þriðja markahæsta liðið en fékk á sig næst mest af mörkum. 

CLARA er rúmlega 2 ára sprotafyrirtæki þar sem vinna 12 manns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert