Innistæða fyrir bjartsýninni?

Ísland byrjar enn á ný undankeppni stórmóts á leik gegn …
Ísland byrjar enn á ný undankeppni stórmóts á leik gegn Noregi. mbl.is/Golli

Er ekki kominn tími til að sigra Norðmenn í undankeppni stórmóts? Í fjórum hörkuleikjum þjóðanna undanfarin fjögur ár hafa þær tvisvar skilið jafnar og Norðmenn tvisvar náð að knýja fram eins marks sigur.

Þetta er í þriðja skiptið í röð sem undankeppni hefst á viðureign gegn Noregi. Fyrir fjórum árum skildu liðin jöfn á Ullevaal þar sem Veigar Páll Gunnarsson skaut í stöng á lokamínútunum. Millimetrarnir sem þar björguðu Norðmönnum komu í veg fyrir fljúgandi start í baráttunni um sæti á HM 2010.

Og fyrir tveimur árum fylgdi íslenska liðið ekki eftir góðri byrjun og beið lægri hlut á Laugardalsvellinum, 1:2, í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2012. Það var upphafið að einhverri mestu „stöngin út“-undankeppni íslenska landsliðsins sem átti möguleika á að innbyrða mun fleiri stig en fjögur, eins og uppskeran varð að lokum.

Það er ekki laust við að bjartsýni ríki fyrir þennan slag við frændur okkar frá Noregi. Hún er ekki alveg ástæðulaus – við erum í dag með efnilegt landslið sem hefur burði til að springa út og standa sig vel í baráttunni sem framundan er um sæti í lokakeppni HM í Brasilíu.

Sjá viðhorfsgreinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert