Verðum að verjast sem lið

Íslenska liðið lá undir mikilli pressu löngum stundum í leiknum …
Íslenska liðið lá undir mikilli pressu löngum stundum í leiknum á Kýpur í gærkvöldi. mbl.is/Sakis Savvides

„Vissulega er ég mjög svekktur. Ég vonaðist eftir því að fara heim með í það minnsta jafntefli í farteskinu en við töpuðum sem er mjög svekkjandi,“ sagði Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Morgunblaðið eftir tapið sárgrætilega gegn Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi, 1:0.

Með tapinu var íslenska liðið rifið niður á jörðina eftir glæstan sigur gegn frændum vorum Norðmönnum en það hefur þó þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni.

„Aðalástæðan fyrir svona slökum leik er að við ætluðum aðeins framúr sjálfum okkur í varnarleiknum,“ sagði Lagerbäck aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Við reyndum að vinna boltann of framarlega og vörðumst svo of mikið sem einstaklingar. Þegar við spilum þessa svæðisvörn verðum við að gera það sem lið. Við vorum að leysa hana vel gegn Noregi en nú mættum við liði sem spilaði öðruvísi fótbolta. Þetta er ekki eina ástæðan fyrir tapinu en svona helsta ástæðan fyrir því að við spiluðum ekki jafnvel og ég vonaðist eftir,“ sagði Svíinn.

Sjá viðtal við Lars Lagerbäck í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert