Neymar með tvö í opnunarleiknum

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er formlega hafið en nú rétt i þessu var opnunarleiknum að ljúka þegar Brasilía og Króatía öttu kappi í Sao Paulo. Lokatölur 3:1 fyrir heimamenn.

Leikurinn var skemmtilegur áhorfs og það voru Króatar sem komust yfir þegar Marcelo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 12. mínútu leiksins. Hinn eini sanni Neymar jafnaði hins vegar metin fyrir Brasilíu á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti utan teigs, 1:1 í hálfleik.

Neymar var aftur á ferðinni á 71. mínútu þegar hann kom Brasilíu í 2:1 úr vítaspyrnu eftir að Fred var felldur. Hann var reyndar aldrei felldur heldur lét sig falla en dómarinn sá ekki í gegnum leikinn og dæmdi víti.

Króatar pressuðu stíft undir lokin og létu vörnina sitja á hakanum. Brasilíumenn nýttu sér það og Oscar gulltryggði 3:1 sigur þeirra í uppbótartíma.

Mexíkó og Kamerún eru hin tvö liðin í A-riðlinum og mætast á morgun.

Sjá einnig: HM 2014 Í BEINNI.

Neymar fagnar öðru marki sínu.
Neymar fagnar öðru marki sínu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert