Japanski dómarinn fær að heyra það

Dejan Lovren og Ivan Rakitic segja nokkur vel valin orð …
Dejan Lovren og Ivan Rakitic segja nokkur vel valin orð við Yuichi Nishimura. AFP

Króatískir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um japanska dómarann Yuichi Nishimura sem dæmdi opnunarleik Brasilímanna og Króata á HM í gærkvöld.

Flestir eru sammála um að japanski dómarinn hafi fært Brasilíumönnum vítaspyrnu á silfurfati í stöðunni 1:1 seint í seinni hálfleik þegar framherjinn Fred lét sig falla í teignum.

„Óréttlæti og skömm“ er fyrirsögnin í stærsta blaði Króatíu, sem tekur undir ummæli Niko Kovac, landsliðsþjálfara Króata, eftir leikinn: „Ef þetta er vítaspyrna ættum við ekki spila fótbolta framar.“

„Neymar og japanski dómarinn Nishimura tóku í burtu stóran draum,“ segir í króatíska íþróttablaðinu Sportske Novosti.

Japanskir fótboltaáhugamenn skammast sín fyrir frammistöðu Nishimura, sem var kjörinn dómari ársins í Asíu fyrir tveimur árum. Margar Twitter-færslur þeirra voru um slaka frammistöðu dómarans í leiknum og að hann hefði verið á bandi Brasilíumanna. Sumir voru búnir að útbúa mynd af japanska dómaranum í treyju brasilíska landsliðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert