„Nú fyrst skil ég þetta“

Aron Jóhannsson í baráttu um boltann í leiknum gegn Gana …
Aron Jóhannsson í baráttu um boltann í leiknum gegn Gana í fyrrakvöld. AFP

Þar sem ég sat með föður mínum að horfa á leik Bandaríkjanna og Gana í fyrrakvöld sagði pabbi þegar Aron Jóhannsson kom inn á fyrir Bandaríkin eftir rúmar tuttugu mínútur: „Núna fyrst skil ég að hann hafi valið að spila fyrir bandaríska landsliðið.“

Þeir eru kannski fleiri sem hugsuðu þetta sama á mánudagskvöldið. Sumir voru samt klárir á því strax síðasta sumar þegar ákvörðun Arons lá fyrir að hann væri að taka áhættu sem yrði líklega þess virði, því hann gæti orðið fyrstur Íslendinga til að spila á HM í knattspyrnu. Og nú hefur það gengið eftir.

Það er þó svo sannarlega ekkert einsdæmi að í bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu séu leikmenn með tvöfalt ríkisfang sem jafnvel hafa búið lungann úr ævi sinni annars staðar en í Bandaríkjunum, eins og í tilfelli Arons Jóhannssonar.

Sjá greinina í heild og allt um HM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert