Cristiano Ronaldo er sagður tilbúinn til að hunsa ráðleggingar lækna og spila þrátt fyrir meiðsli.
Ronaldo hefur verið að glíma við meiðsli í hné sem hann varð fyrir á æfingu og honum hefur verið tjáð að ef hann spilar næsta leik þá geti það þýtt að hann spili ekki meira í keppninni og taki um leið áhættu með sinn feril.
Portúgalar töpuðu illa fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á HM og Ronaldo vill því ólmur taka þátt í leiknum á móti Bandaríkjamönnum á sunnudaginn en tap í þeim leik myndi þýða að Portúgalar væru úr leik í keppninni.
Fjölmiðlar greina frá því í dag að einkalæknir Ronaldo hafi tjáð honum að hann eigi á hættu að spila aldrei fótbolta framar ef hann reyni að spila með hnéð svona á sig komið.