Grikkir fóru áfram á dramatískan hátt

Georgios Samaras fagnar sigurmarki sínu en hann skaut Grikkunum áfram.
Georgios Samaras fagnar sigurmarki sínu en hann skaut Grikkunum áfram. AFP

Það voru Grikkir sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum á HM úr C-riðlinum ásamt Kólumbíumönnum en keppni í riðlinum lauk í kvöld með dramatískum hætti.

Grikkir lögðu Fílabeinsstrendinga, 2:1, og skoraði Georgios Samaras sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma en hann fékk vítið sjálfur. Þetta er í fyrsta sinn sem Grikkir komast í 16-liða úrslitin en þeir eru með í úrslitakeppninni í þriðja sinn. Grikkir mætir liði Kostaríka í 16-liða úrslitunum.

Kólumbíumenn unnu sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum en þeir lögðu Japana, 4:1. Varamaðurinn Jackson Martinez skoraði tvö marka Kólumbíumanna og þeir Juan Cuadrado og James Rodriguez skoruðu sitt markið hvor.

Kólumbía mætir því Úrúgvæ í 16-liða úrslitunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert