Hummels kom Þjóðverjum í undanúrslit

Mats Hummels fagnar sigurmarki sínu í dag.
Mats Hummels fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP

Þjóðverjar eru komnir áfram í undanúrslit heimsmeistaramótsins í Brasilíu eftir sigur á Frökkum í átta liða úrslitunum í dag, 1:0.

Leikurinn var fjörugur í fyrri hálfleik og bæði lið fengu sín færi, en það voru Þjóðverjar sem komust yfir strax eftir tólf mínútna leik. Varnarmaðurinn Mats Hummels skoraði þá með glæsilegum skalla í slána og inn eftir aukaspyrnu frá Toni Kroos. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en Frakkar bættu í sóknina þegar leið á enda í dauðaleit að jöfnunarmarkinu. Það fannst hins vegar ekki og mark Hummels því það sem skildi að, lokatölur 1:0.

Þjóðverjar eru því komnir áfram í undanúrslit og mæta þar annað hvort Brasilíu eða Kólumbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert