Suárez heimilt að æfa

Luis Suárez.
Luis Suárez. AFP

Úrúgvæinn Luis Suárez má æfa þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður af aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins í fjögurra mánaða bann frá fótbolta.

Claudio Susler yfirmaður aganefndar FIFA segir að það væri óhóflegt að skerða framherjann í að æfa með liði sínu á undirbúningstímabilinu en Suárez var sem kunnugt er dæmdur í keppnisbann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í öxlina í viðureign Úrúgvæ og Ítalíu á HM. Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefur áfrýjað dómi FIFA.

Suárez verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Barcelona áður en langt um líður en samningaviðræður Liverpoool og Barcelona eru sagðar ganga vel og gætu klárast um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert