Müller: Þetta er algjörlega galið

Müller fagnar hér marki sínu gegn Brasilíu. Hér er hann …
Müller fagnar hér marki sínu gegn Brasilíu. Hér er hann ásamt liðsfélögum sínum, Sami Khedira (t.v.) og Miroslav Klose (t.h.). AFP

Thomas Müller, framherji Þjóðverja var skiljanlega ekki í fullkomnu jafnvægi til þess að meta ótrúlegan 7:1 sigur síns liðs á Brasilíumönnum á heimavelli. en sjálfur skoraði Müller eitt markí leiknum. Aðspurður segist hann ekki trúa því að þetta hafi í raun og veru átt sér stað.

„Það var ekki hægt að búast við þessu. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Müller.

„Þetta er algjörlega galið. Þetta gekk einfaldlega vel í dag. Við þurfum nú að ganga í gegnum eina hindrun í viðbót, við verðum að berjast til þess að ná þessu [HM titlinum],“ sagði Thomas Müller. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert