Tveir neituðu að taka fyrstu spyrnu

Sergio Romero ver vítaspyrnu Rons Vlaar í gærkvöld.
Sergio Romero ver vítaspyrnu Rons Vlaar í gærkvöld. AFP

Louis van Gaal landsliðsþjálfari Hollands í knattspyrnu sagði eftir undanúrslitaleik liðsins gegn Argentínu í gærkvöld, þar sem Holland féll úr leik á HM í Brasilíu í vítaspyrnukeppni, að tveir leikmenn hollenska landsliðsins hefðu neitað að taka fyrstu spyrnuna í vítaspyrnukeppninni.

Varnarmaðurinn Ron Vlaar tók á endanum fyrstu spyrnuna, sem Sergio Romero markvörður Argentínu varði. Argentína vann vítaspyrnukeppnina 4:2 þar sem Romero varði tvö víti.

„Ég var búinn að biðja tvo aðra um að taka fyrstu vítaspyrnuna áður en ég talaði við Vlaar. Ég talaði loks við hann, því mér fannst hann besti leikmaður vallarins í leiknum og taldi hann því hafa sjálfstraustið sem þurfti,“ sagði van Gaal eftir leikinn í gærkvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert