Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Rússlandi á fimmtudaginn næsta þegar heimamenn taka á móti Sádi-Arabíu í opnunarleik mótsins. Íslenska landsliðið er mætt til Rússlands, en fyrsti leikur liðsins er gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Landsliðið flaug út á laugardaginn síðasta og hefur fengið mikla athygli í Rússlandi.
Artur Petrosyan, ritstjóri í Rússlandi og blaðamaður fyrir stærstu fréttamiðla heims, greindi frá því á samskiptamiðlinum Twitter í dag að Rússar væru mjög hrifnir af öllu sem við kemur Íslandi. Varningur tengdur íslenska landsliðinu hefur selst eins og heitar lummur í opinberri verslun heimsmeistaramótsins.
Rússarnir eru hrifnari af vörum merktum Íslandi en vörum merktum Rússlandi, þótt ótrúlegt sé. Þá eru vörur merktar Argentínu í öðru sæti yfir vinsælustu vörurnar, en bæði lið leika í D-riðli mótsins ásamt Nígeríu og Króatíu.
Plenty to choose from for each nation's fans in the World Cup official shop. Interestingly, Iceland's merchandise has been more popular with locals than Russia's. Argentina's is second. pic.twitter.com/S6T8ixdvSS
— Artur Petrosyan (@arturpetrosyan) June 11, 2018