Paul Merson, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og Arsenal en nú sparkspekingur á Sky Sports, spáir Argentínumönnum sigri gegn Íslendingum þegar þjóðirnar mætast í D-riðlinum á HM í knattspyrnu í Moskvu á laugardaginn.
Merson spáir Argentínumönum 2:0 sigri.
„Ég tippa á sigur Argentínu. Við munum öll eftir Íslandi á EM þegar það vann okkur Englendinga en það er ekki það gott lið og í næsta leik var því slátrað af Frökkum.
Sóknarleikurinn ætti ekki að vera vandamál fyrir Argentínumenn en ég hef áhyggjur af varnarlínu þeirra. Engu að síður spái ég þeim sigri í þessum leik,“ segir Merson.