Kom Ronaldo Íslandi í klandur?

Cristiano Ronaldo fagnar þriðja marki sínu í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar þriðja marki sínu í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í mögnuðu 3:3-jafntefli Portúgala og Spánverja á HM í fótbolta í Rússlandi í dag. Portúgalska stórstjarnan kom liði sínu tvívegis yfir áður en hann jafnaði í blálokin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Pat Nevin, fyrriverandi leikmaður Chelsea, lýsti leiknum á BBC Radio 5 live útvarpsstöðinni í kvöld. Eftir leik sagði hann að Ronaldo hafi hugsanlega komið íslenska landsliðinu í klandur á morgun. 

„Allir voru að ræða um hvort þetta væri mótið hans Messi áður en það fór af stað og það hefur sært Ronaldo. Ronaldo gaf tóninn í kvöld og Ísland gæti verið í vandræðum á morgun," sagði Nevin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert