Líklegt byrjunarlið gegn Argentínu

Íslenska landsliðið á æfingu á Spartak vellinum í Moskvu í …
Íslenska landsliðið á æfingu á Spartak vellinum í Moskvu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er búinn að ákveða byrjunarlið Íslands í samvinnu við aðstoðarmenn sína fyrir leikinn gegn Argentínu á HM í Moskvu á morgun.

Heimir tilkynnir leikmönnum um byrjunarliðið á fundi í kvöld en fram kom á fréttamannafundi á Spartak vellinum í Moskvu í dag að allir leikmenn Íslands séu heilir heilsu.

Líklegt byrjunarlið:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason.

Framherji: Jón Daði Böðvarsson

Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að Rúrik Gíslason byrji inná í stöðu vinstri kantmanns. Birkir Bjarnason færi þá inn á miðjuna í stað Emils Hallfreðssonar. Þá gæti Björn Bergmann Sigurðarson byrjað inná í framherjastöðunni eða Alfreð Finnbogasonar á kostnað Jóns Daða Böðvarssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert