Verður keppnin hans Messis

Indverskur listamaður teiknar mynd af Messi á vegg.
Indverskur listamaður teiknar mynd af Messi á vegg. AFP

Carlos Tevéz, fyrrverandi landsliðsmaður Argentínu í knattspyrnu, telur að HM í Rússlandi verði heimsmeistaramótið hans Lionels Messis.

Messi og samherjar hans í argentínska landsliðinu mæta Íslendingum á Spartak-vellinum í Moskvu á morgun í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

„Ég er viss um að þetta verður Messi-heimsmeistaramótið. Ég held að þetta verði mótið hans og ég reikna með frábærri keppni. Argentína er eitt af sigurstranglegustu liðunum og aðeins Þýskaland og Brasilía eru í sama gæðaflokki,“ segir Tevéz um landa sína. Hann hafði vonast til að verða valinn í HM-hópinn en sú varð ekki raunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert