Biður argentínsku þjóðina afsökunar

Jorge Sampaoli átti fá svör við spilamennsku Króata í kvöld.
Jorge Sampaoli átti fá svör við spilamennsku Króata í kvöld. AFP

„Ég vil nota tækifærið og biðja argentínsku þjóðina afsökunar. Ábyrgðin liggur hjá mér,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu eftir 3:0 tap liðsins gegn Króatíu í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótsins í Nis­hnij Novg­orod í kvöld.

Það voru þeir Ante Rebić, Luka Modrić og Ivan Rakit­ić sem skoruðu mörk Króata í kvöld en Argentína er með 1 stig eftir fyrstu tvo leiki sína á heimsmeistaramótinu og þarf nú að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til þess að komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Fari svo að Ísland vinni Nígeríu á morgun í Volgograd og geri jafntefli við Króatíu í lokaleik sínum í Rostov er Argentína úr leik.

„Messi er fyrirliði okkar og hann er leiðtoginn í liðinu. Okkur tókst ekki að koma boltanum á hann, á þeim svæðum þar sem hann vill fá boltann. Við reyndum ýmislegt til þess að koma honum inn í leikinn en mótherjar okkar í kvöld stóðu sig vel og lögðu mikið á sig til þess að koma Messi út úr leiknum. Kannski stillti ég ekki rétt upp í dag og ég tek fulla ábyrgð á þessu tapi,“ sagði þjálfarinn að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert